Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2021 18:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. „Það var farið yfir þessa grafalvarlegu stöðu. Eins og við þekkjum þá hefur framsókn Talíbana verið með miklum ólíkindum. Það er ískyggilegt. Við munum þegar þeir réðu landinu og hvaða áhrif það hafði á afgönsku þjóðina og þá sérstaklega konur. Það kom skýrt fram á fundinum, ekki bara áhyggjur um stöðu mála, heldur líka að það verður aldrei viðurkennd yfirráð Talíbana í landinu. Það verður að finnast pólítísk lausn á ástandinu. Ef þeir taka landið með hervaldi, þá verður það ekki viðurkennt. Að sama skapi liggur fyrir að þessi staða kallar á að alþjóðasamfélagið bregðist við,“ segir Guðlaugur Þór. Inntur eftir hvaða viðbragða verður gripið til svarar ráðherra að helst verði litið til mannúðaraðstoðar að svo komnu máli. „Og hugsa um aðstöðu og stöðu afgönsku þjóðarinnar og hvað sé hægt að gera í því. Á sama tíma munu menn styðja afgönsk stjórnvöld eins og hægt er. En hins vegar sjá það allir að þessi staða er mjög alvarleg.“ Framsókn Talíbana á sér stað eftir að Bandaríkin ákváðu að draga herlið sitt úr landinu. Guðlaugur hefur ekki heyrt af því að til standi að snúa þeirra ákvörðun Bandaríkjastjórnar. „Ég hef ekki neinar heimildir um það, enda svo sem búið að taka þá ákvörðun og framkvæma hana. Hugmyndin var sú, og það hefur svo sem gengið eftir, að afgönsk stjórnvöld verði studd. Það hefur verið stutt virkilega á bak við þá með ýmsum hætti. En það hefur ekki breytt því að framsókn Talíbana er staðreynd. Þeir fara hratt yfir og hafa náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma.“ Hann segir aðildarríki NATÓ búa sig undir þær afleiðingar sem verða með þessum uppgangi Talíbana. Hann hefur ekki heyrt af hugmyndum um að beita hervaldi. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um neina slíka hluti enda erfitt að koma því við á þessum tímapunkti og það hefur ekki verið rætt.“ Afganistan NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
„Það var farið yfir þessa grafalvarlegu stöðu. Eins og við þekkjum þá hefur framsókn Talíbana verið með miklum ólíkindum. Það er ískyggilegt. Við munum þegar þeir réðu landinu og hvaða áhrif það hafði á afgönsku þjóðina og þá sérstaklega konur. Það kom skýrt fram á fundinum, ekki bara áhyggjur um stöðu mála, heldur líka að það verður aldrei viðurkennd yfirráð Talíbana í landinu. Það verður að finnast pólítísk lausn á ástandinu. Ef þeir taka landið með hervaldi, þá verður það ekki viðurkennt. Að sama skapi liggur fyrir að þessi staða kallar á að alþjóðasamfélagið bregðist við,“ segir Guðlaugur Þór. Inntur eftir hvaða viðbragða verður gripið til svarar ráðherra að helst verði litið til mannúðaraðstoðar að svo komnu máli. „Og hugsa um aðstöðu og stöðu afgönsku þjóðarinnar og hvað sé hægt að gera í því. Á sama tíma munu menn styðja afgönsk stjórnvöld eins og hægt er. En hins vegar sjá það allir að þessi staða er mjög alvarleg.“ Framsókn Talíbana á sér stað eftir að Bandaríkin ákváðu að draga herlið sitt úr landinu. Guðlaugur hefur ekki heyrt af því að til standi að snúa þeirra ákvörðun Bandaríkjastjórnar. „Ég hef ekki neinar heimildir um það, enda svo sem búið að taka þá ákvörðun og framkvæma hana. Hugmyndin var sú, og það hefur svo sem gengið eftir, að afgönsk stjórnvöld verði studd. Það hefur verið stutt virkilega á bak við þá með ýmsum hætti. En það hefur ekki breytt því að framsókn Talíbana er staðreynd. Þeir fara hratt yfir og hafa náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma.“ Hann segir aðildarríki NATÓ búa sig undir þær afleiðingar sem verða með þessum uppgangi Talíbana. Hann hefur ekki heyrt af hugmyndum um að beita hervaldi. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um neina slíka hluti enda erfitt að koma því við á þessum tímapunkti og það hefur ekki verið rætt.“
Afganistan NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31
Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45