Skólinn varla byrjaður og hundrað börn föst heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 11:46 Leikskóli Seltjarnarness starfar á fjórum starfstöðvum: Mánabrekku, Sólbrekku og Fögrubrekku sem standa á sömu lóð við Suðurströnd og leikskóladeildinni Holti í Seltjarnarneskirkju. Seltjarnarnes.is Eitt hundrað börn á Seltjarnarnesi geta í fyrsta lagi mætt aftur á leikskólann sinn á þriðjudaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður af Covid-19 á þriðjudagskvöld. Fræðslustjóri segir foreldra taka sóttkví, sem ber upp við upphaf skólaársins, af æðruleysi. Sú var tíðin að foreldrar leikskóla- og grunnskólabarna óttuðust hvað mest lúsapósta frá skólayfirvöldum í upphafi skólaárs. Það hins vegar ekki lúsin sem var umfjöllunarefni tölvupósts sem barst foreldrum á Leikskóla Seltjarnarness í byrjun vikunnar heldur Covid-19 smit starfsmanns. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og smitrakningarteymi almannavarna voru öll börn á Bakka í Sólbrekku, einnar deildar leikskólans, sett í sóttkví og á þriðja tug starfsmanna sömuleiðis. Ástæðan var sameiginlegir snertifletir barna og starfsmanna á Sólbrekku. Börnin á Bakka eru í sóttkví en börn á öðrum deildum Sólbrekku komast ekki í leikskólann þar sem deildin er lokuð vegna sóttkvíar starfsmanna. Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, útskýrir að Leikskóli Seltjarnarness telji 225 börn á fjórum starfsstöðvum. Krakkar og starfsfólk á öðrum starfstöðvum geta áfram mætt á leikskólann en Sólbrekka verður lokuð til þriðjudags. Börnin og starfsfólk fer í skimun á mánudag en hann hefur ekki heyrt af frekari smitum. „Engar fréttir eru góðar fréttir þegar kemur að þessu,“ segir Baldur. Hann merkir ekki auknar áhyggjur í foreldrahópnum af mögulegri sóttkví í vetur vegna Covid-19 smita. „Við höfum sloppið alveg gríðarlega vel í gegnum fyrri bylgjur. Það hefur ákaflega lítil truflun orðið á starfseminni og fólk virðist taka þessu af æðruleysi.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa foreldrar ekki fengið skilaboð eða leiðbeiningar frá yfirvöldum í formi símtala eða smáskilaboða til að staðfesta sóttkvína, aðeins tölvupóst frá skólastjórnendum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Sú var tíðin að foreldrar leikskóla- og grunnskólabarna óttuðust hvað mest lúsapósta frá skólayfirvöldum í upphafi skólaárs. Það hins vegar ekki lúsin sem var umfjöllunarefni tölvupósts sem barst foreldrum á Leikskóla Seltjarnarness í byrjun vikunnar heldur Covid-19 smit starfsmanns. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og smitrakningarteymi almannavarna voru öll börn á Bakka í Sólbrekku, einnar deildar leikskólans, sett í sóttkví og á þriðja tug starfsmanna sömuleiðis. Ástæðan var sameiginlegir snertifletir barna og starfsmanna á Sólbrekku. Börnin á Bakka eru í sóttkví en börn á öðrum deildum Sólbrekku komast ekki í leikskólann þar sem deildin er lokuð vegna sóttkvíar starfsmanna. Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, útskýrir að Leikskóli Seltjarnarness telji 225 börn á fjórum starfsstöðvum. Krakkar og starfsfólk á öðrum starfstöðvum geta áfram mætt á leikskólann en Sólbrekka verður lokuð til þriðjudags. Börnin og starfsfólk fer í skimun á mánudag en hann hefur ekki heyrt af frekari smitum. „Engar fréttir eru góðar fréttir þegar kemur að þessu,“ segir Baldur. Hann merkir ekki auknar áhyggjur í foreldrahópnum af mögulegri sóttkví í vetur vegna Covid-19 smita. „Við höfum sloppið alveg gríðarlega vel í gegnum fyrri bylgjur. Það hefur ákaflega lítil truflun orðið á starfseminni og fólk virðist taka þessu af æðruleysi.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa foreldrar ekki fengið skilaboð eða leiðbeiningar frá yfirvöldum í formi símtala eða smáskilaboða til að staðfesta sóttkvína, aðeins tölvupóst frá skólastjórnendum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira