Sjáðu mörkin er bikarmeistarar Víkings tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2021 11:01 Víkingar fagna marki Erlings Agnarssonar. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings unnu öruggan 3-1 sigur á KR í stórleik 16-liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sigur Víkinga var einkar öruggur en liðið komst í 3-0 og mark KR kom undir lok leiks þegar úrslitin voru ráðin. Mikil spenna var fyrir leik en liðin gerðu jafntefli er þau mættust í Pepsi Max deildinni fyrir ekki svo löngu síðan. Þá hafði Víkingur ekki unnið KR síðan Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Það var því mikil spenna er liðin gengu út á fagurgrænan gervigrasvöll Víkinga. Eftir rúman hálftíma leik tóku Víkingar öll völd á vellinum. Viktor Örlygur Andrason batt endahnútinn á snyrtilega sókn heimamanna. Atli Barkarson átti þá fyrirgjöf sem fór í gegnum þvögu af leikmönnum áður en hún kom fyrir fætur Viktors Örlygs sem smellti honum með vinstri í netið. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkinga þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson stakk sér inn fyrir vörn KR og lagði boltann út á Hansen sem smellti knettinum í netið. Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Erlingur út um leikinn eftir misheppnað uppspil KR-inga. Erlingur fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í teignum en renndi honum milli fóta Beitis Ólafssonar í marki KR og kom Víking 3-0 yfir. Er venjulegur leiktími var að renna sitt skeið minnkaði Kristján Flóki Finnbogason muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu Atla Sigurjónssonar. Mörkin fjögur má öll sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Víkingur 3-1 KR Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12 Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35 Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Mikil spenna var fyrir leik en liðin gerðu jafntefli er þau mættust í Pepsi Max deildinni fyrir ekki svo löngu síðan. Þá hafði Víkingur ekki unnið KR síðan Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Það var því mikil spenna er liðin gengu út á fagurgrænan gervigrasvöll Víkinga. Eftir rúman hálftíma leik tóku Víkingar öll völd á vellinum. Viktor Örlygur Andrason batt endahnútinn á snyrtilega sókn heimamanna. Atli Barkarson átti þá fyrirgjöf sem fór í gegnum þvögu af leikmönnum áður en hún kom fyrir fætur Viktors Örlygs sem smellti honum með vinstri í netið. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkinga þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson stakk sér inn fyrir vörn KR og lagði boltann út á Hansen sem smellti knettinum í netið. Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Erlingur út um leikinn eftir misheppnað uppspil KR-inga. Erlingur fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í teignum en renndi honum milli fóta Beitis Ólafssonar í marki KR og kom Víking 3-0 yfir. Er venjulegur leiktími var að renna sitt skeið minnkaði Kristján Flóki Finnbogason muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu Atla Sigurjónssonar. Mörkin fjögur má öll sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Víkingur 3-1 KR Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12 Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35 Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12
Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35
Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45