Sjáðu mörkin er bikarmeistarar Víkings tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2021 11:01 Víkingar fagna marki Erlings Agnarssonar. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings unnu öruggan 3-1 sigur á KR í stórleik 16-liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sigur Víkinga var einkar öruggur en liðið komst í 3-0 og mark KR kom undir lok leiks þegar úrslitin voru ráðin. Mikil spenna var fyrir leik en liðin gerðu jafntefli er þau mættust í Pepsi Max deildinni fyrir ekki svo löngu síðan. Þá hafði Víkingur ekki unnið KR síðan Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Það var því mikil spenna er liðin gengu út á fagurgrænan gervigrasvöll Víkinga. Eftir rúman hálftíma leik tóku Víkingar öll völd á vellinum. Viktor Örlygur Andrason batt endahnútinn á snyrtilega sókn heimamanna. Atli Barkarson átti þá fyrirgjöf sem fór í gegnum þvögu af leikmönnum áður en hún kom fyrir fætur Viktors Örlygs sem smellti honum með vinstri í netið. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkinga þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson stakk sér inn fyrir vörn KR og lagði boltann út á Hansen sem smellti knettinum í netið. Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Erlingur út um leikinn eftir misheppnað uppspil KR-inga. Erlingur fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í teignum en renndi honum milli fóta Beitis Ólafssonar í marki KR og kom Víking 3-0 yfir. Er venjulegur leiktími var að renna sitt skeið minnkaði Kristján Flóki Finnbogason muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu Atla Sigurjónssonar. Mörkin fjögur má öll sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Víkingur 3-1 KR Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12 Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35 Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Mikil spenna var fyrir leik en liðin gerðu jafntefli er þau mættust í Pepsi Max deildinni fyrir ekki svo löngu síðan. Þá hafði Víkingur ekki unnið KR síðan Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Það var því mikil spenna er liðin gengu út á fagurgrænan gervigrasvöll Víkinga. Eftir rúman hálftíma leik tóku Víkingar öll völd á vellinum. Viktor Örlygur Andrason batt endahnútinn á snyrtilega sókn heimamanna. Atli Barkarson átti þá fyrirgjöf sem fór í gegnum þvögu af leikmönnum áður en hún kom fyrir fætur Viktors Örlygs sem smellti honum með vinstri í netið. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkinga þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson stakk sér inn fyrir vörn KR og lagði boltann út á Hansen sem smellti knettinum í netið. Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Erlingur út um leikinn eftir misheppnað uppspil KR-inga. Erlingur fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í teignum en renndi honum milli fóta Beitis Ólafssonar í marki KR og kom Víking 3-0 yfir. Er venjulegur leiktími var að renna sitt skeið minnkaði Kristján Flóki Finnbogason muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu Atla Sigurjónssonar. Mörkin fjögur má öll sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Víkingur 3-1 KR Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12 Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35 Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12
Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35
Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45