Sjáðu mörkin er bikarmeistarar Víkings tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2021 11:01 Víkingar fagna marki Erlings Agnarssonar. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings unnu öruggan 3-1 sigur á KR í stórleik 16-liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sigur Víkinga var einkar öruggur en liðið komst í 3-0 og mark KR kom undir lok leiks þegar úrslitin voru ráðin. Mikil spenna var fyrir leik en liðin gerðu jafntefli er þau mættust í Pepsi Max deildinni fyrir ekki svo löngu síðan. Þá hafði Víkingur ekki unnið KR síðan Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Það var því mikil spenna er liðin gengu út á fagurgrænan gervigrasvöll Víkinga. Eftir rúman hálftíma leik tóku Víkingar öll völd á vellinum. Viktor Örlygur Andrason batt endahnútinn á snyrtilega sókn heimamanna. Atli Barkarson átti þá fyrirgjöf sem fór í gegnum þvögu af leikmönnum áður en hún kom fyrir fætur Viktors Örlygs sem smellti honum með vinstri í netið. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkinga þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson stakk sér inn fyrir vörn KR og lagði boltann út á Hansen sem smellti knettinum í netið. Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Erlingur út um leikinn eftir misheppnað uppspil KR-inga. Erlingur fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í teignum en renndi honum milli fóta Beitis Ólafssonar í marki KR og kom Víking 3-0 yfir. Er venjulegur leiktími var að renna sitt skeið minnkaði Kristján Flóki Finnbogason muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu Atla Sigurjónssonar. Mörkin fjögur má öll sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Víkingur 3-1 KR Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12 Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35 Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Mikil spenna var fyrir leik en liðin gerðu jafntefli er þau mættust í Pepsi Max deildinni fyrir ekki svo löngu síðan. Þá hafði Víkingur ekki unnið KR síðan Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Það var því mikil spenna er liðin gengu út á fagurgrænan gervigrasvöll Víkinga. Eftir rúman hálftíma leik tóku Víkingar öll völd á vellinum. Viktor Örlygur Andrason batt endahnútinn á snyrtilega sókn heimamanna. Atli Barkarson átti þá fyrirgjöf sem fór í gegnum þvögu af leikmönnum áður en hún kom fyrir fætur Viktors Örlygs sem smellti honum með vinstri í netið. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkinga þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson stakk sér inn fyrir vörn KR og lagði boltann út á Hansen sem smellti knettinum í netið. Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Erlingur út um leikinn eftir misheppnað uppspil KR-inga. Erlingur fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í teignum en renndi honum milli fóta Beitis Ólafssonar í marki KR og kom Víking 3-0 yfir. Er venjulegur leiktími var að renna sitt skeið minnkaði Kristján Flóki Finnbogason muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu Atla Sigurjónssonar. Mörkin fjögur má öll sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Víkingur 3-1 KR Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12 Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35 Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12
Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35
Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45