Telur hóp drengja hafa kastað ketti fyrir bíl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 10:36 Atvikið átti sér stað á Nýbýlavegi, milli Ástúns og Lundabrekku. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem hópur unglingspilta hafi tekið sig til og kastað ketti fyrir bíl á Nýbýlavegi seint í gærkvöldi. Kristinn Ólafur Smárason lýsir atvikinu í Facebook-hópnum Íbúar Digranesi og tilkynnti það til lögreglu. „Ég varð nú bara var við einhver læti úti í gær um hálf eitt leytið og lít út um gluggann og sé að þarna eru unglingsstrákar að ganga niður Nýbýlaveginn,“ segir Kristinn, sem telur drengina hafa verið um sjö talsins. „Ég pældi ekkert mikið í því og leit aðeins frá en svo heyri ég að það er skarkali í gangi og heyri skell og þá lít ég út og sé að það er bíll að fara framhjá og köttur liggur sprikklandi í götunni,“ segir hann. Kristinn tekur fram að hann geti ekki verið 100 prósent viss um hvað gerðist þar sem hann sá ekki drengina kasta kettinum fyrir bílinn en af öllu að dæma, og ekki síst því að hann heyrði strákana tala um að hafa kastað einhverju fyrir bifreiðina, hafi það verið það sem gerðist. Kötturinn lifði en virtist þó hafa borið skaða af. „Hann stekkur upp og yfir grindverk og svo sé ég að bílstjórinn snýr við; ætlar að líklega að reyna að ná tali af strákunum eða eitthvað. Þá tvístrast hópurinn og þeir hlaupa allir í burtu,“ segir Kristinn. Kona Kristins hringdi á lögregluna og lét vita og þá greindi Kristinn frá atvikinu á Facebook, meðal annars til að láta vita ef einhver í hópnum hefði fengið köttinn sinn særðan heim. Hann virtist vera ljós á litinn. Gæludýr Dýr Kópavogur Kettir Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Ég varð nú bara var við einhver læti úti í gær um hálf eitt leytið og lít út um gluggann og sé að þarna eru unglingsstrákar að ganga niður Nýbýlaveginn,“ segir Kristinn, sem telur drengina hafa verið um sjö talsins. „Ég pældi ekkert mikið í því og leit aðeins frá en svo heyri ég að það er skarkali í gangi og heyri skell og þá lít ég út og sé að það er bíll að fara framhjá og köttur liggur sprikklandi í götunni,“ segir hann. Kristinn tekur fram að hann geti ekki verið 100 prósent viss um hvað gerðist þar sem hann sá ekki drengina kasta kettinum fyrir bílinn en af öllu að dæma, og ekki síst því að hann heyrði strákana tala um að hafa kastað einhverju fyrir bifreiðina, hafi það verið það sem gerðist. Kötturinn lifði en virtist þó hafa borið skaða af. „Hann stekkur upp og yfir grindverk og svo sé ég að bílstjórinn snýr við; ætlar að líklega að reyna að ná tali af strákunum eða eitthvað. Þá tvístrast hópurinn og þeir hlaupa allir í burtu,“ segir Kristinn. Kona Kristins hringdi á lögregluna og lét vita og þá greindi Kristinn frá atvikinu á Facebook, meðal annars til að láta vita ef einhver í hópnum hefði fengið köttinn sinn særðan heim. Hann virtist vera ljós á litinn.
Gæludýr Dýr Kópavogur Kettir Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira