Telur hóp drengja hafa kastað ketti fyrir bíl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 10:36 Atvikið átti sér stað á Nýbýlavegi, milli Ástúns og Lundabrekku. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem hópur unglingspilta hafi tekið sig til og kastað ketti fyrir bíl á Nýbýlavegi seint í gærkvöldi. Kristinn Ólafur Smárason lýsir atvikinu í Facebook-hópnum Íbúar Digranesi og tilkynnti það til lögreglu. „Ég varð nú bara var við einhver læti úti í gær um hálf eitt leytið og lít út um gluggann og sé að þarna eru unglingsstrákar að ganga niður Nýbýlaveginn,“ segir Kristinn, sem telur drengina hafa verið um sjö talsins. „Ég pældi ekkert mikið í því og leit aðeins frá en svo heyri ég að það er skarkali í gangi og heyri skell og þá lít ég út og sé að það er bíll að fara framhjá og köttur liggur sprikklandi í götunni,“ segir hann. Kristinn tekur fram að hann geti ekki verið 100 prósent viss um hvað gerðist þar sem hann sá ekki drengina kasta kettinum fyrir bílinn en af öllu að dæma, og ekki síst því að hann heyrði strákana tala um að hafa kastað einhverju fyrir bifreiðina, hafi það verið það sem gerðist. Kötturinn lifði en virtist þó hafa borið skaða af. „Hann stekkur upp og yfir grindverk og svo sé ég að bílstjórinn snýr við; ætlar að líklega að reyna að ná tali af strákunum eða eitthvað. Þá tvístrast hópurinn og þeir hlaupa allir í burtu,“ segir Kristinn. Kona Kristins hringdi á lögregluna og lét vita og þá greindi Kristinn frá atvikinu á Facebook, meðal annars til að láta vita ef einhver í hópnum hefði fengið köttinn sinn særðan heim. Hann virtist vera ljós á litinn. Gæludýr Dýr Kópavogur Kettir Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
„Ég varð nú bara var við einhver læti úti í gær um hálf eitt leytið og lít út um gluggann og sé að þarna eru unglingsstrákar að ganga niður Nýbýlaveginn,“ segir Kristinn, sem telur drengina hafa verið um sjö talsins. „Ég pældi ekkert mikið í því og leit aðeins frá en svo heyri ég að það er skarkali í gangi og heyri skell og þá lít ég út og sé að það er bíll að fara framhjá og köttur liggur sprikklandi í götunni,“ segir hann. Kristinn tekur fram að hann geti ekki verið 100 prósent viss um hvað gerðist þar sem hann sá ekki drengina kasta kettinum fyrir bílinn en af öllu að dæma, og ekki síst því að hann heyrði strákana tala um að hafa kastað einhverju fyrir bifreiðina, hafi það verið það sem gerðist. Kötturinn lifði en virtist þó hafa borið skaða af. „Hann stekkur upp og yfir grindverk og svo sé ég að bílstjórinn snýr við; ætlar að líklega að reyna að ná tali af strákunum eða eitthvað. Þá tvístrast hópurinn og þeir hlaupa allir í burtu,“ segir Kristinn. Kona Kristins hringdi á lögregluna og lét vita og þá greindi Kristinn frá atvikinu á Facebook, meðal annars til að láta vita ef einhver í hópnum hefði fengið köttinn sinn særðan heim. Hann virtist vera ljós á litinn.
Gæludýr Dýr Kópavogur Kettir Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira