Staðurinn þar sem menn missa vitið Hans Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 08:30 Það er opinber stofnun á Íslandi sem hefur það hlutverk að sinna og viðhalda öryggisneti sem er ætlað að grípa okkur ef við fæðumst með eða myndum með okkur langvarandi eða varanlegt sjúkdómsástand. Þessi stofnun ratar í fréttirnar öðru hverju en ég hef allavega aldrei séð fréttaflutning af því að hún sé að standa sig með sóma. Tryggingastofnun ríkisins er núna aftur í fréttum. Í þetta skiptið er TR komið í fréttirnar fyrir lélega stjórnsýslu. Eða réttara sagt, fyrir að fylgja ekki forminu um hvernig opinberar ákvarðanir skulu vera teknar og tilkynntar. Tryggingastofnun ríkisins nefnilega ákvað að vegna þess að starfsfólk þeirra hefur orðið fyrir áreiti þá sé best bara að öll samskipti frá þeim berist án nokkurar undirritunar. Þau bera fyrir sig að ákvarðanir séu allar teknar í samræmi við lög og reglur og að persónuvernd sé mikilvæg. Þetta eru svosem góðar útskýringar, en það má gjarnan minnast á að Tryggingastofnun ríkisins hefur skeytt lítið um persónuvernd skjólstæðinga sinna hingað til. TR varð til dæmis uppvíst um ólögmætar persónunjósnir um öryrkja í miðjum heimsfaraldri sem urðu til þess að öryrki var sviptur réttindum sínum. Það er annars ekkert nýtt að TR fari á svig við lög eða reglur. Það eru til dæmi þess að Tryggingastofnun setji strangari reglur en kveðið er um á í lögum og þannig neitað fólki um þá aðstoð sem það hefur rétt á. TR hefur jafnvel dregið í efa að þroskaskerðingar séu meðfæddar til þess að réttlæta ákvarðanir sínar og svo gefið eftiráskýringar sem eru ekki í samræmi við þær reglur sem vísað var í við ákvarðanatöku. Það kemur kannski ennþá of mörgum okkar á óvart að í nýlegri úttekt á TR þá kom í ljós að yfir 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun Ríkisins á árunum 2016-19. Svo þegar kemur í ljós að fólk hefur fengið of mikið greitt frá TR þá á stofnunin til með að ganga fram af slíkri hörku og slíku offorsi að Umboðsmaður Alþingis finnur sig knúinn til þess að ávíta stofnunina fyrir að ganga gegn meðalhófsreglu. Og svo er það búsetuskerðingarmálið en Tryggingastofnun ríkisins, öryggisnetið sem á að grípa veikustu meðlimi samfélagsins, hafði hlunnfarið skjólstæðinga sína um meira en hálfan milljarð á ári í mörg ár þegar það kom til tals fyrir rúmlega tveim árum. Skerðingar sem voru á síðasta ári dæmdar ólöglegar frá upphafi. Það að fela nöfn þeirra sem að taka ákvarðanir um líf annara er að fjarlægja ábyrgðina af herðum þeirra sem að taka ákvarðanirnar. Tryggingastofnun sjálf segist bera ábyrgðina á endanum og að það sé ekki að sakast við starfsfólk sem fari eftir lögum og reglum en eins og ég fór hér í stuttu máli yfir þá eru lögbrot TR ekki óþekkt. Á sama tíma veit ég ekki alveg hvaða gögn TR hefur um mig í sínum fórum né hvað stendur í þeim. Ég hef beðið um að fá afrit af þeim persónugreinanlegu gögnum sem stofnunin hefur um mig, og sem þeim ber skylda til að afhenda mér samkvæmt lögum en þau neita mér um þau. Ég get sent þeim upplýsingar um mig, en þau segjast ekki geta sent mér afrit af því sem þau fá til sín um mig, sama hvaðan það kemur. 17.gr. Laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Tryggingastofnun ríkisins er nefnilega ógagnsætt og flókið batterí sem er gríðarlegur streituvaldur í lífi mínu og allra annarra öryrkja sem ég þekki. Á örfárra ára fresti þarf ég að fara aftur með mín krónísku vandamál til TR og láta þau vita að það sem að er ekki hægt að laga sé ennþá ekki búið að lagast. Þau segja mér hvaða pappíra ég á að færa þeim en það er einungis vegna þess að ég hef spurst fyrir það áður að ég veit að það er ekki réttur listi. Sumt þarf ég ekki að koma með lengur og sumt er ekki á listanum. Þetta eina dæmi er hluti af því hvers vegna fólk með kvíðavandamál fer yfirleitt illa út úr öllum samskiptum sínum við TR. Þegar kom að því að ég þurfti á bifreiðastyrk að halda vegna fötlunar minnar upplifði ég frá fyrstu hendi hversu tilviljanakenndar ákvarðanir þessarar stofnunar eru. Til að byrja með var einungis samþykkt helming þeirrar upphæðar sem ég átti með vissu rétt á. Leiðrétting varð á vegna minnar eigin vinnu við það. Næsta skref ferlisins var að kaupa bifreið, og þar á eftir að sækja um samþykki TR fyrir kaupunum. Þá var endurgreiðsla styrksins í sjónarmáli. Ég bað um að sjá reglur um kaupin, um það hvernig bifreið væri leyfð og þar fram eftir götunum en var svarað að vera “bara ekkert að kaupa einhverja vitleysu”. Þessu ferli gleymi ég ekki því þarna var mjög greinilegt að engar reglur voru til staðar. Að þarna væru tilviljanakenndar geðþóttaákvarðanir sem réðu ferðinni. Ákvarðanir sem engin stendur á bak við. Þetta og ýmislegt fleira er ástæðan fyrir því að þegar það er kominn tími til að endurnýja umsóknir og fara aðra umferð í gegnum þessa stofnun þá sé ég alltaf fyrir mér atriðið úr Ástríki og þrautunum tólf. Atriðið þar sem Ástríkur og Steinríkur eru sendir inn í stofnun til að sækja eitt lítið leyfisbréf. Staðurinn þar sem átti að sinna smávegis pappírsvinnu. Staðurinn þar sem menn missa vitið. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjörkæmi við Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er opinber stofnun á Íslandi sem hefur það hlutverk að sinna og viðhalda öryggisneti sem er ætlað að grípa okkur ef við fæðumst með eða myndum með okkur langvarandi eða varanlegt sjúkdómsástand. Þessi stofnun ratar í fréttirnar öðru hverju en ég hef allavega aldrei séð fréttaflutning af því að hún sé að standa sig með sóma. Tryggingastofnun ríkisins er núna aftur í fréttum. Í þetta skiptið er TR komið í fréttirnar fyrir lélega stjórnsýslu. Eða réttara sagt, fyrir að fylgja ekki forminu um hvernig opinberar ákvarðanir skulu vera teknar og tilkynntar. Tryggingastofnun ríkisins nefnilega ákvað að vegna þess að starfsfólk þeirra hefur orðið fyrir áreiti þá sé best bara að öll samskipti frá þeim berist án nokkurar undirritunar. Þau bera fyrir sig að ákvarðanir séu allar teknar í samræmi við lög og reglur og að persónuvernd sé mikilvæg. Þetta eru svosem góðar útskýringar, en það má gjarnan minnast á að Tryggingastofnun ríkisins hefur skeytt lítið um persónuvernd skjólstæðinga sinna hingað til. TR varð til dæmis uppvíst um ólögmætar persónunjósnir um öryrkja í miðjum heimsfaraldri sem urðu til þess að öryrki var sviptur réttindum sínum. Það er annars ekkert nýtt að TR fari á svig við lög eða reglur. Það eru til dæmi þess að Tryggingastofnun setji strangari reglur en kveðið er um á í lögum og þannig neitað fólki um þá aðstoð sem það hefur rétt á. TR hefur jafnvel dregið í efa að þroskaskerðingar séu meðfæddar til þess að réttlæta ákvarðanir sínar og svo gefið eftiráskýringar sem eru ekki í samræmi við þær reglur sem vísað var í við ákvarðanatöku. Það kemur kannski ennþá of mörgum okkar á óvart að í nýlegri úttekt á TR þá kom í ljós að yfir 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun Ríkisins á árunum 2016-19. Svo þegar kemur í ljós að fólk hefur fengið of mikið greitt frá TR þá á stofnunin til með að ganga fram af slíkri hörku og slíku offorsi að Umboðsmaður Alþingis finnur sig knúinn til þess að ávíta stofnunina fyrir að ganga gegn meðalhófsreglu. Og svo er það búsetuskerðingarmálið en Tryggingastofnun ríkisins, öryggisnetið sem á að grípa veikustu meðlimi samfélagsins, hafði hlunnfarið skjólstæðinga sína um meira en hálfan milljarð á ári í mörg ár þegar það kom til tals fyrir rúmlega tveim árum. Skerðingar sem voru á síðasta ári dæmdar ólöglegar frá upphafi. Það að fela nöfn þeirra sem að taka ákvarðanir um líf annara er að fjarlægja ábyrgðina af herðum þeirra sem að taka ákvarðanirnar. Tryggingastofnun sjálf segist bera ábyrgðina á endanum og að það sé ekki að sakast við starfsfólk sem fari eftir lögum og reglum en eins og ég fór hér í stuttu máli yfir þá eru lögbrot TR ekki óþekkt. Á sama tíma veit ég ekki alveg hvaða gögn TR hefur um mig í sínum fórum né hvað stendur í þeim. Ég hef beðið um að fá afrit af þeim persónugreinanlegu gögnum sem stofnunin hefur um mig, og sem þeim ber skylda til að afhenda mér samkvæmt lögum en þau neita mér um þau. Ég get sent þeim upplýsingar um mig, en þau segjast ekki geta sent mér afrit af því sem þau fá til sín um mig, sama hvaðan það kemur. 17.gr. Laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Tryggingastofnun ríkisins er nefnilega ógagnsætt og flókið batterí sem er gríðarlegur streituvaldur í lífi mínu og allra annarra öryrkja sem ég þekki. Á örfárra ára fresti þarf ég að fara aftur með mín krónísku vandamál til TR og láta þau vita að það sem að er ekki hægt að laga sé ennþá ekki búið að lagast. Þau segja mér hvaða pappíra ég á að færa þeim en það er einungis vegna þess að ég hef spurst fyrir það áður að ég veit að það er ekki réttur listi. Sumt þarf ég ekki að koma með lengur og sumt er ekki á listanum. Þetta eina dæmi er hluti af því hvers vegna fólk með kvíðavandamál fer yfirleitt illa út úr öllum samskiptum sínum við TR. Þegar kom að því að ég þurfti á bifreiðastyrk að halda vegna fötlunar minnar upplifði ég frá fyrstu hendi hversu tilviljanakenndar ákvarðanir þessarar stofnunar eru. Til að byrja með var einungis samþykkt helming þeirrar upphæðar sem ég átti með vissu rétt á. Leiðrétting varð á vegna minnar eigin vinnu við það. Næsta skref ferlisins var að kaupa bifreið, og þar á eftir að sækja um samþykki TR fyrir kaupunum. Þá var endurgreiðsla styrksins í sjónarmáli. Ég bað um að sjá reglur um kaupin, um það hvernig bifreið væri leyfð og þar fram eftir götunum en var svarað að vera “bara ekkert að kaupa einhverja vitleysu”. Þessu ferli gleymi ég ekki því þarna var mjög greinilegt að engar reglur voru til staðar. Að þarna væru tilviljanakenndar geðþóttaákvarðanir sem réðu ferðinni. Ákvarðanir sem engin stendur á bak við. Þetta og ýmislegt fleira er ástæðan fyrir því að þegar það er kominn tími til að endurnýja umsóknir og fara aðra umferð í gegnum þessa stofnun þá sé ég alltaf fyrir mér atriðið úr Ástríki og þrautunum tólf. Atriðið þar sem Ástríkur og Steinríkur eru sendir inn í stofnun til að sækja eitt lítið leyfisbréf. Staðurinn þar sem átti að sinna smávegis pappírsvinnu. Staðurinn þar sem menn missa vitið. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjörkæmi við Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun