Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 18:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira