Markasúpa gærdagsins: Sigurmark Leiknis, mörk Skagamanna, fyrsta mark Stefáns Árna og óvænt tvenna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 12:30 Andrés Escobar, eða Manga eins og hann er kallaður, skoraði eina mark Leiknis Reykjavíkur í 1-0 sigir á Val um helgina. Vísir/Hulda Margrét Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Í þeim voru 14 mörk skoruð og má sjá þau öll hér að neðan. Nýliðar Leiknis Reykjavíkur unnu óvæntan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals þökk sé glæsilegu marki Andrés „Manga“ Escobar þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Klippa: Leiknir R. 1-0 Valur Í Fossvogi var KA frá Akureyri í heimsókn. Viktor Örlygur Andrason kom heimamönnum nokkuð óvænt yfir eftir átta mínútna leik en Rodrigo Gomes Mateo, eða einfaldlega Rodri, jafnaði metin um miðbik fyrri hálfleiks. Kristall Máni Ingason kom Víkingum yfir á nýjan leik skömmu fyrir hálfleik og staðan því 2-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Þannig var staðan allt fram á 86. mínútu þegar Rodri stökk hæst allra í teignum og jafnaði metin fyrir gestina. Lokatölur í Víkinni 2-2 og eitt stig á lið niðurstaðan. Klippa: Víkingur 2-2 KA Það var mikið um jafntefli í umferðinni en KR og FH gerðu 1-1 jafntefli. Matthías Vilhjálmsson kom gestunum yfir með góðum skalla eftir hornspyrnu Jónatans Inga Jónssonar. Stefán Árni Geirsson jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum eftir góðan undirbúning Kennie Chopart. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Heimamenn í KR skoruðu þó tvö mörk sem voru dæmd af – annað vegna hendi í aðdraganda marksins og hitt vegna rangstöðu. Þá fékk Guðmundur Kristjánsson, miðvörður FH, reisupassann fyrir að fá tvö gul spjöld með stuttu millibili í síðari hálfleik. Klippa: KR 1-1 FH ÍA jarðaði HK 4-1 í uppgjöri neðstu liða deildarinnar. Ekki kom að sök að Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna, hafi fengið rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks. Alexander Davey kom Skagamönnum yfir á 2. mínútu leiksins. Næstum klukkustund síðar kom Gísli Laxdal Unnarsson heimamönnum í 2-0 en Stefan Alexander Ljubicic minnkaði muninn skömmu síðar. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum undir lok leiks. Steinar Þorsteinsson kom ÍA í 3-1 og Ísak Snær Þorvaldsson fullkomnaði sigurinn með fjórða marki ÍA skömmu síðar. Klippa: ÍA 4-1 HK Þá gerðu Fylkir og Keflavík 1-1 jafntefli í endurkomu Ragnars Sigurðssonar í Árbæinn. Orri Hrafn Kjartansson kom heimamönnum yfir á 15. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni. Það leit út fyrir að Fylkir myndi sigla þremur stigum í hús en varamaðurinn Oliver James Kelaart Torres jafnaði metin á 81. mínútu eftir klaufagang í vörn Fylkis. Lokatölur því 1-1 í Árbænum. Klippa: Fylkir 1-1 Keflavík Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ræddu rauða spjaldið hjá Jóa Kalla í gær: „Ég held að hann sé alveg að segja satt“ Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hans með í Skagaliðinu unnu gríðarlega mikilvægan sigur í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Pepsi Max Stúkan ræddi þetta rauða spjald. 9. ágúst 2021 11:01 Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. 8. ágúst 2021 22:15 „Ég sprakk í fyrri hálfleik“ Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár. 8. ágúst 2021 22:06 „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17 „Vitum að þetta er ekkert búið“ Daníel Finns Matthíasson átti flottan leik fyrir Leikni þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Vals 8. ágúst 2021 19:50 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Nýliðar Leiknis Reykjavíkur unnu óvæntan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals þökk sé glæsilegu marki Andrés „Manga“ Escobar þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Klippa: Leiknir R. 1-0 Valur Í Fossvogi var KA frá Akureyri í heimsókn. Viktor Örlygur Andrason kom heimamönnum nokkuð óvænt yfir eftir átta mínútna leik en Rodrigo Gomes Mateo, eða einfaldlega Rodri, jafnaði metin um miðbik fyrri hálfleiks. Kristall Máni Ingason kom Víkingum yfir á nýjan leik skömmu fyrir hálfleik og staðan því 2-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Þannig var staðan allt fram á 86. mínútu þegar Rodri stökk hæst allra í teignum og jafnaði metin fyrir gestina. Lokatölur í Víkinni 2-2 og eitt stig á lið niðurstaðan. Klippa: Víkingur 2-2 KA Það var mikið um jafntefli í umferðinni en KR og FH gerðu 1-1 jafntefli. Matthías Vilhjálmsson kom gestunum yfir með góðum skalla eftir hornspyrnu Jónatans Inga Jónssonar. Stefán Árni Geirsson jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum eftir góðan undirbúning Kennie Chopart. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Heimamenn í KR skoruðu þó tvö mörk sem voru dæmd af – annað vegna hendi í aðdraganda marksins og hitt vegna rangstöðu. Þá fékk Guðmundur Kristjánsson, miðvörður FH, reisupassann fyrir að fá tvö gul spjöld með stuttu millibili í síðari hálfleik. Klippa: KR 1-1 FH ÍA jarðaði HK 4-1 í uppgjöri neðstu liða deildarinnar. Ekki kom að sök að Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna, hafi fengið rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks. Alexander Davey kom Skagamönnum yfir á 2. mínútu leiksins. Næstum klukkustund síðar kom Gísli Laxdal Unnarsson heimamönnum í 2-0 en Stefan Alexander Ljubicic minnkaði muninn skömmu síðar. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum undir lok leiks. Steinar Þorsteinsson kom ÍA í 3-1 og Ísak Snær Þorvaldsson fullkomnaði sigurinn með fjórða marki ÍA skömmu síðar. Klippa: ÍA 4-1 HK Þá gerðu Fylkir og Keflavík 1-1 jafntefli í endurkomu Ragnars Sigurðssonar í Árbæinn. Orri Hrafn Kjartansson kom heimamönnum yfir á 15. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni. Það leit út fyrir að Fylkir myndi sigla þremur stigum í hús en varamaðurinn Oliver James Kelaart Torres jafnaði metin á 81. mínútu eftir klaufagang í vörn Fylkis. Lokatölur því 1-1 í Árbænum. Klippa: Fylkir 1-1 Keflavík Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ræddu rauða spjaldið hjá Jóa Kalla í gær: „Ég held að hann sé alveg að segja satt“ Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hans með í Skagaliðinu unnu gríðarlega mikilvægan sigur í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Pepsi Max Stúkan ræddi þetta rauða spjald. 9. ágúst 2021 11:01 Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. 8. ágúst 2021 22:15 „Ég sprakk í fyrri hálfleik“ Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár. 8. ágúst 2021 22:06 „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17 „Vitum að þetta er ekkert búið“ Daníel Finns Matthíasson átti flottan leik fyrir Leikni þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Vals 8. ágúst 2021 19:50 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Ræddu rauða spjaldið hjá Jóa Kalla í gær: „Ég held að hann sé alveg að segja satt“ Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hans með í Skagaliðinu unnu gríðarlega mikilvægan sigur í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Pepsi Max Stúkan ræddi þetta rauða spjald. 9. ágúst 2021 11:01
Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. 8. ágúst 2021 22:15
„Ég sprakk í fyrri hálfleik“ Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár. 8. ágúst 2021 22:06
„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17
„Vitum að þetta er ekkert búið“ Daníel Finns Matthíasson átti flottan leik fyrir Leikni þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Vals 8. ágúst 2021 19:50
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki