Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2021 09:55 António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. „Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, í yfirlýsingu eftir að sjötta úttektarskýrsla loftslagsnefndarinnar (IPCC) birtist í morgun. Nú er reiknað með að hnattræn hlýnun fari umfram 1,5°C strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld. Varað er við því að veðuröfgar verði tíðari og alvarlegri samhliða aukinni hlýnun. Nær beint samband er á milli aukins styrks gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á koltvísýringi og hlýnunar jarðar. Því segir Guterres að skýrslan eigi að vera „rothögg fyrir kola- og jarðefnaeldsneyti áður en þau ganga af plánetunni dauðri“. Ríkjum beri að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu og frá og með 2030 þurfi að ferfalda sólar- og vindorkuvinnslu og þrefalda fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. „Þetta er nauðsynlegt til þess að ná því marki að nettólosun gróðurhúsalofttegunda verði engin um miðja öldina,“ segir Guterres. Í skýrslunni kemur fram að ef dregið verður hratt úr losun gæti hnattræn hlýnun náð hámarki þegar hún er komin nokkuð yfir 1,5°C og síðan lækkað niður fyrir það mark fyrir lok aldarinnar. „Ef við leggjumst öll á eitt núna getum við afstýrt loftslagshamförum. En eins og skýrslan sem kom út í dag sýnir fram á megum við engan tíma missa og það er ekkert rými fyrir afsakanir. Ég treysti því að leiðtogar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP26-loftslagsráðstefnan verði árangursrík,“ segir Guterres og vísar til ráðstefnunnar sem haldin verður í Glasgow í haust. Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi COP26 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
„Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, í yfirlýsingu eftir að sjötta úttektarskýrsla loftslagsnefndarinnar (IPCC) birtist í morgun. Nú er reiknað með að hnattræn hlýnun fari umfram 1,5°C strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld. Varað er við því að veðuröfgar verði tíðari og alvarlegri samhliða aukinni hlýnun. Nær beint samband er á milli aukins styrks gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á koltvísýringi og hlýnunar jarðar. Því segir Guterres að skýrslan eigi að vera „rothögg fyrir kola- og jarðefnaeldsneyti áður en þau ganga af plánetunni dauðri“. Ríkjum beri að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu og frá og með 2030 þurfi að ferfalda sólar- og vindorkuvinnslu og þrefalda fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. „Þetta er nauðsynlegt til þess að ná því marki að nettólosun gróðurhúsalofttegunda verði engin um miðja öldina,“ segir Guterres. Í skýrslunni kemur fram að ef dregið verður hratt úr losun gæti hnattræn hlýnun náð hámarki þegar hún er komin nokkuð yfir 1,5°C og síðan lækkað niður fyrir það mark fyrir lok aldarinnar. „Ef við leggjumst öll á eitt núna getum við afstýrt loftslagshamförum. En eins og skýrslan sem kom út í dag sýnir fram á megum við engan tíma missa og það er ekkert rými fyrir afsakanir. Ég treysti því að leiðtogar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP26-loftslagsráðstefnan verði árangursrík,“ segir Guterres og vísar til ráðstefnunnar sem haldin verður í Glasgow í haust.
Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi COP26 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira