„Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2021 18:50 Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. AP Photo/Petros Karadjias Íslendingur í Grikklandi segir þungt hljóð í heimamönnum vegna gróðureldanna sem hafa geisað í landinu að undanförnu. Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna eldanna, sem stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár. Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði er staddur í Athenu, höfuðborg Grikklands, þar sem hann stundar nú rannsóknir. Hitastig í borginni hefur náð allt að fjörutíu og fimm gráðum að undanförnu, sem hann segir afar íþyngjandi fyrir íbúa. „Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina. Þetta var dálítið eins og nýarsnótt í Reykjavík, nema það að maður veit að það gengur yfir á mjög stuttum tíma og þessi svækja sem fylgdi hitanum var mjög óþægileg,“ segir Haraldur. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi í dag, var hitinn í kringum þrjátíu og fimm gráður. „Núna er semsagt töluvert svalara heldur en var fyrir nokkrum dögum síðan og fólk upplifir þetta svona sem hálfgert kuldakast og allir eru glaðir úti um allar jarðir.“ Þó innfæddir gleðjist yfir lækkandi hita er hljóðið í þeim enn þungt. Forsætisráðherra landsins hefur til að mynda lýst sumrinu sem martraðakenndu og slökkviliðsmenn frá ýmsum löndum hafa verið sendir til Grikklands til þess að berjast við fimmtíu til hundrað elda á degi hverjum. Landhelgisgæsla Grikklands hefur þá flutt fjölda fólks sem flúð hefur eldana og niður á strönd, í öruggt skjól. „Það eru mörg hús sem hafa farið hér og það eru mörg, mörg þúsund manns sem hafa orðið að flýja heimili sín. Bæði á Eviu, sem er fyrir norðan Aþenu og líka bara hér í þeim byggðum sem eru fyrir norðan borgina.“ Grikkland Loftslagsmál Gróðureldar í Grikklandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði er staddur í Athenu, höfuðborg Grikklands, þar sem hann stundar nú rannsóknir. Hitastig í borginni hefur náð allt að fjörutíu og fimm gráðum að undanförnu, sem hann segir afar íþyngjandi fyrir íbúa. „Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina. Þetta var dálítið eins og nýarsnótt í Reykjavík, nema það að maður veit að það gengur yfir á mjög stuttum tíma og þessi svækja sem fylgdi hitanum var mjög óþægileg,“ segir Haraldur. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi í dag, var hitinn í kringum þrjátíu og fimm gráður. „Núna er semsagt töluvert svalara heldur en var fyrir nokkrum dögum síðan og fólk upplifir þetta svona sem hálfgert kuldakast og allir eru glaðir úti um allar jarðir.“ Þó innfæddir gleðjist yfir lækkandi hita er hljóðið í þeim enn þungt. Forsætisráðherra landsins hefur til að mynda lýst sumrinu sem martraðakenndu og slökkviliðsmenn frá ýmsum löndum hafa verið sendir til Grikklands til þess að berjast við fimmtíu til hundrað elda á degi hverjum. Landhelgisgæsla Grikklands hefur þá flutt fjölda fólks sem flúð hefur eldana og niður á strönd, í öruggt skjól. „Það eru mörg hús sem hafa farið hér og það eru mörg, mörg þúsund manns sem hafa orðið að flýja heimili sín. Bæði á Eviu, sem er fyrir norðan Aþenu og líka bara hér í þeim byggðum sem eru fyrir norðan borgina.“
Grikkland Loftslagsmál Gróðureldar í Grikklandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45
„Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44