Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. ágúst 2021 19:03 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26