Ástandið á Landspítala hafi versnað Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2021 16:48 Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum, er formaður Læknaráðs Landspítalans. Vísir/Einar Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins Í ályktuninni segir að árum saman og ítrekað hafi heilbrigðisstarfsfólk bent á þá þröngu stöðu sem Landspítalinn er í. Bent hefur verið á að ýmsar einingar spítalans starfi undir öryggismörkum, að rúmanýting sé allt of há, gjörgæslupláss of fá, að ekki sé borð fyrir báru komi til alvarlegra atvika í samfélaginu, hvað þá ef komi til heimsfaraldurs. Læknaráð segir að starfsfólki Landspítala hafi verið beðið um að hætta að tala illa um spítalann á almennum vettvangi en fátt hafi verið um lausnir eða raunverulegar úrbætur. Í ályktuninni segir að ástandið hafi eingöngu versnað og að sumarið 2021 hafi komið neyðarkall frá læknum á bráðamóttöku sem telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við núverandi aðstæður. Fleiri deildir upplifa einnig manneklu og mikil þreyta er meðal starfsmanna eftir langvarandi álag undanfarinna missera. Þúsund læknar stigu fram í byrjun sumars með áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að grípa í taumana, en enn sem komið er ber lítið á viðbrögðum við því ákalli. Vilja að starfsfólk sé metið að verðleikum Læknaráð fer fram á að stjórnvöld sýni í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum og að styrkum stoðum verði rennt undir spítalann og heilbrigðiskerfið allt til framtíðar. Nú verði því ekki lengur frestað að stórauka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, enda eru þau hlutfallslega lægri hérlendis en í helstu samanburðarlöndum, og reisa það við þannig að starfsfólk þurfi ekki að upplifa síendurtekið að neyðarástand bresti á á spítalanum. Eins verði að bregðast strax við útskriftavanda spítalans með varanlegum kerfisbreytingum. Fjölgun biðrýma innan vébanda spítalans sé ekki heppilegt skref á þeirri vegferð. Að lokum segir í ályktuninni að ekki megi lengur treysta eingöngu á áframhaldandi sjálfsfórnir og eljusemi útkeyrðs heilbrigðisstarfsfólks sem ekki getur hlaupið frá skyldum sínum. Læknaráð skorar einnig á stjórnvöld að tryggja að viðbrögð við faraldrinum verði áfram byggð á tryggri leiðsögn sóttvarnalæknis og á vísindalegum grunni. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Í ályktuninni segir að árum saman og ítrekað hafi heilbrigðisstarfsfólk bent á þá þröngu stöðu sem Landspítalinn er í. Bent hefur verið á að ýmsar einingar spítalans starfi undir öryggismörkum, að rúmanýting sé allt of há, gjörgæslupláss of fá, að ekki sé borð fyrir báru komi til alvarlegra atvika í samfélaginu, hvað þá ef komi til heimsfaraldurs. Læknaráð segir að starfsfólki Landspítala hafi verið beðið um að hætta að tala illa um spítalann á almennum vettvangi en fátt hafi verið um lausnir eða raunverulegar úrbætur. Í ályktuninni segir að ástandið hafi eingöngu versnað og að sumarið 2021 hafi komið neyðarkall frá læknum á bráðamóttöku sem telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við núverandi aðstæður. Fleiri deildir upplifa einnig manneklu og mikil þreyta er meðal starfsmanna eftir langvarandi álag undanfarinna missera. Þúsund læknar stigu fram í byrjun sumars með áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að grípa í taumana, en enn sem komið er ber lítið á viðbrögðum við því ákalli. Vilja að starfsfólk sé metið að verðleikum Læknaráð fer fram á að stjórnvöld sýni í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum og að styrkum stoðum verði rennt undir spítalann og heilbrigðiskerfið allt til framtíðar. Nú verði því ekki lengur frestað að stórauka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, enda eru þau hlutfallslega lægri hérlendis en í helstu samanburðarlöndum, og reisa það við þannig að starfsfólk þurfi ekki að upplifa síendurtekið að neyðarástand bresti á á spítalanum. Eins verði að bregðast strax við útskriftavanda spítalans með varanlegum kerfisbreytingum. Fjölgun biðrýma innan vébanda spítalans sé ekki heppilegt skref á þeirri vegferð. Að lokum segir í ályktuninni að ekki megi lengur treysta eingöngu á áframhaldandi sjálfsfórnir og eljusemi útkeyrðs heilbrigðisstarfsfólks sem ekki getur hlaupið frá skyldum sínum. Læknaráð skorar einnig á stjórnvöld að tryggja að viðbrögð við faraldrinum verði áfram byggð á tryggri leiðsögn sóttvarnalæknis og á vísindalegum grunni.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira