„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2021 15:12 Stefán Hrafns Hagalín er deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans Vísir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. Bréfið innihélt skýr skilaboð. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. „Ég biðst afsökunar á þessum tölvupósti og öllu í kringum þetta, þetta er afleitt hjá mér,“ segir Stefán Hrafn í Vikulokum. Hann segir tölvupóstinn hafa verið skrifaðan í lok erfiðs vinnudags. Þá hafi hann þurft að stytta sumarfrí sitt sökum ástandsins á spítalanum. Því hafi pósturinn verið „þreytulegur.“ Pósturinn snerist ekki um ritskoðun Hann gefur lítið fyrir ásakanir um að tölvupósturinn hafi verið tilraun til að ritskoða starfsmenn spítalans. „Þetta snýst alls ekki um miðlæga svörun frá spítalanum. Spítalinn teflir alltaf fram þeim sérfræðingum sem beðið er um hverju sinni, eru lausir á vakt og til í spjall og annað slíkt. Við reynum að tefla forstjóra oftast fram ef um er að ræða stefnu og stjórnun spítalans eða fjármögnun en annars svara sérfræðingar á hverju sviði, alveg hindrunarlaust og milliliðalaust,“ sagði Stefán Hrafn. Stefán Hrafn segir að tölvupósturinn hafi verið sá fyrsti í langri keðju samskipta og að hann hafi verið útskýrður á fullnægjandi hátt. Hann telur að öllum hafi verið ljóst að ekki stæði til að ritskoða nokkurn mann innanhúss. „Ég ætla ekki að segja að ég sé fórnarlamb einhvers misskilnings en mögulega hefði ég átt að lesa póstinn yfir áður en ég sendi hann,“ segir hann. Hefur fengið verðskuldaðar skammir í hattinn „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ segir Stefán Hrafn. Heilbrigðismál Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Bréfið innihélt skýr skilaboð. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. „Ég biðst afsökunar á þessum tölvupósti og öllu í kringum þetta, þetta er afleitt hjá mér,“ segir Stefán Hrafn í Vikulokum. Hann segir tölvupóstinn hafa verið skrifaðan í lok erfiðs vinnudags. Þá hafi hann þurft að stytta sumarfrí sitt sökum ástandsins á spítalanum. Því hafi pósturinn verið „þreytulegur.“ Pósturinn snerist ekki um ritskoðun Hann gefur lítið fyrir ásakanir um að tölvupósturinn hafi verið tilraun til að ritskoða starfsmenn spítalans. „Þetta snýst alls ekki um miðlæga svörun frá spítalanum. Spítalinn teflir alltaf fram þeim sérfræðingum sem beðið er um hverju sinni, eru lausir á vakt og til í spjall og annað slíkt. Við reynum að tefla forstjóra oftast fram ef um er að ræða stefnu og stjórnun spítalans eða fjármögnun en annars svara sérfræðingar á hverju sviði, alveg hindrunarlaust og milliliðalaust,“ sagði Stefán Hrafn. Stefán Hrafn segir að tölvupósturinn hafi verið sá fyrsti í langri keðju samskipta og að hann hafi verið útskýrður á fullnægjandi hátt. Hann telur að öllum hafi verið ljóst að ekki stæði til að ritskoða nokkurn mann innanhúss. „Ég ætla ekki að segja að ég sé fórnarlamb einhvers misskilnings en mögulega hefði ég átt að lesa póstinn yfir áður en ég sendi hann,“ segir hann. Hefur fengið verðskuldaðar skammir í hattinn „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ segir Stefán Hrafn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira