Kláraði hlaupið eftir að hafa meiðst á hásin en var dæmd úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 11:59 Katarina Johnson-Thompson haltrar hér í mark en á bak við hana má sjá hjólastólinn sem hún afþakkaði. AP/Petr David Josek Breska sjöþrautarkonan Katarina Johnson-Thompson er úr leik á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hafa meiðst í 200 metra hlaupinu. Þetta var lokagrein dagsins í sjöþrautinni og Johnson-Thompson byrjaði 200 metra hlaupið vel. Bretar og Johnson-Thompson gerðu sér vonir um að hún kæmist loksins á pall á Ólympíuleikum eftir áratuga baráttu en svo verður ekki. Hún hafði verið að glíma við hásinarmeiðsli í keppninni og í beygjunni þá tóku þau sig upp og hún varð að hætta keppni. Absolutely devastating for Katarina Johnson-Thompson.Her Tokyo 2020 journey is likely over now, as she collapses during the 200m.She manages to get up to cross the line, but that's got to be gutting for her. More #bbcolympics #Tokyo2020— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2021 Johnson-Thompson lá um tíma á jörðinni en vildi ekki hjálp frá læknaliðinu sem kom inn á með hjólastól. Johnson-Thompson hoppaði hins vegar af stað á einum fæti og haltraði síðan í mark. Johnson-Thompson fékk þó ekki tímann skráðan, þótt lélegur væri, því hún var dæmd úr leik vegna reglu 17.31. Þar segir að keppandi megi ekki fara yfir á aðra braut. Það gerði Johnson-Thompson þegar hún féll meidd á jörðina. Hún hafði því ekkert upp úr því að klára keppnina. Holding Olympic champion Katarina Johnson-Thompson collapsed for ankle injury while running 200mt in eptathlon.Wheelchair came to pick her up, she refused and kept running at pace she could cause had to finish and lose her title on track, not by retiring, as true Olympic spirit pic.twitter.com/AYvz5u8o6H— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) August 4, 2021 Benelux löndin eiga nú þær þrjár fyrstu á þessum leikum. Hin hollenska Anouk Vetter er efst í sjöþraut eftir fyrri daginn með 3968 stig. Belgarnir Noor Vidts (3941 stig) og Nafissatou Thiam (3921 stig) koma í næstu sætum en hin bandaríska Anníe Kunz er fjórða með 3870 stig. Fjórar greinar voru í dag en þrjár síðustu greinarnar eru síðan á morgun en það eru langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira
Þetta var lokagrein dagsins í sjöþrautinni og Johnson-Thompson byrjaði 200 metra hlaupið vel. Bretar og Johnson-Thompson gerðu sér vonir um að hún kæmist loksins á pall á Ólympíuleikum eftir áratuga baráttu en svo verður ekki. Hún hafði verið að glíma við hásinarmeiðsli í keppninni og í beygjunni þá tóku þau sig upp og hún varð að hætta keppni. Absolutely devastating for Katarina Johnson-Thompson.Her Tokyo 2020 journey is likely over now, as she collapses during the 200m.She manages to get up to cross the line, but that's got to be gutting for her. More #bbcolympics #Tokyo2020— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2021 Johnson-Thompson lá um tíma á jörðinni en vildi ekki hjálp frá læknaliðinu sem kom inn á með hjólastól. Johnson-Thompson hoppaði hins vegar af stað á einum fæti og haltraði síðan í mark. Johnson-Thompson fékk þó ekki tímann skráðan, þótt lélegur væri, því hún var dæmd úr leik vegna reglu 17.31. Þar segir að keppandi megi ekki fara yfir á aðra braut. Það gerði Johnson-Thompson þegar hún féll meidd á jörðina. Hún hafði því ekkert upp úr því að klára keppnina. Holding Olympic champion Katarina Johnson-Thompson collapsed for ankle injury while running 200mt in eptathlon.Wheelchair came to pick her up, she refused and kept running at pace she could cause had to finish and lose her title on track, not by retiring, as true Olympic spirit pic.twitter.com/AYvz5u8o6H— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) August 4, 2021 Benelux löndin eiga nú þær þrjár fyrstu á þessum leikum. Hin hollenska Anouk Vetter er efst í sjöþraut eftir fyrri daginn með 3968 stig. Belgarnir Noor Vidts (3941 stig) og Nafissatou Thiam (3921 stig) koma í næstu sætum en hin bandaríska Anníe Kunz er fjórða með 3870 stig. Fjórar greinar voru í dag en þrjár síðustu greinarnar eru síðan á morgun en það eru langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira