Segir að heimsmet Warholms jafnist á við met Bolts og FloJo Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 09:00 Karsten Warholm setti ótrúlegt heimsmet í úrslitum 400 metra grindahlaups á Ólympíuleikunum í Tókýó. getty/Mustafa Yalcin Heimsmet Karstens Warholm í 400 metra grindahlaupi jafnast á við merkustu met frjálsíþróttasögunnar. Þetta segir Colin Jackson, tvöfaldur heimsmeistari í 110 metra grindahlaupi. Warholm rústaði eigin heimsmeti þegar hann kom í mark á 45,94 sekúndum í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Gamla metið hans frá því í byrjun júlí var 46,70 sekúndur og hann bætti því heimsmetið um 76 hundraðshluta. Warholm er sá fyrsti sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Jackson segir að heimsmet Warholms sé eitt það merkasta sem sett hefur verið í frjálsíþróttasögunni. „Þegar þú ræðir um heimsmet er þetta í flokki með tíma Usains Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, og meti FloJo [Florence Griffith-Joyner] í 100 metra hlaupi, 10,49 sekúndur,“ sagði Jackson við BBC. „Þetta er eitt af þessum ótrúlegu heimsmetum og ég á von á því að það standi svo lengi sem ég lifi. Maður stendur á öndinni. Vá, ég er enn að jafna mig,“ bætti Jackson við. Warholm trúði varla hvað hann hafði gert eftir hlaupið í nótt. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Norðmaðurinn. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins.“ Rai Benjamin frá Bandaríkjunum varð annar í 400 metra grindahlaupinu í nótt og Brasilíumaðurinn Alison dos Santos þriðji. Hægt er að horfa á hlaupið á vef RÚV í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira
Warholm rústaði eigin heimsmeti þegar hann kom í mark á 45,94 sekúndum í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Gamla metið hans frá því í byrjun júlí var 46,70 sekúndur og hann bætti því heimsmetið um 76 hundraðshluta. Warholm er sá fyrsti sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Jackson segir að heimsmet Warholms sé eitt það merkasta sem sett hefur verið í frjálsíþróttasögunni. „Þegar þú ræðir um heimsmet er þetta í flokki með tíma Usains Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, og meti FloJo [Florence Griffith-Joyner] í 100 metra hlaupi, 10,49 sekúndur,“ sagði Jackson við BBC. „Þetta er eitt af þessum ótrúlegu heimsmetum og ég á von á því að það standi svo lengi sem ég lifi. Maður stendur á öndinni. Vá, ég er enn að jafna mig,“ bætti Jackson við. Warholm trúði varla hvað hann hafði gert eftir hlaupið í nótt. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Norðmaðurinn. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins.“ Rai Benjamin frá Bandaríkjunum varð annar í 400 metra grindahlaupinu í nótt og Brasilíumaðurinn Alison dos Santos þriðji. Hægt er að horfa á hlaupið á vef RÚV í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira