Mitt inntak í ljósi umræðu um íþróttastefnu á Íslandi Guðmundur Sveinn Hafþórsson skrifar 2. ágúst 2021 10:30 Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun