Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 10:19 Varðstjóri lögreglunnar telur að um þúsund gestir séu í Vestmannaeyjum um helgina. Brekkusöngurinn fer fram í Herjólfsdal í kvöld en þó án áhorfenda. Vísir/Vilhelm Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. Pétur Steingrímsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir helgina hafa verið ágæta hingað til. Eitthvað hafi verið um „fylleríseril“ eins og gengur og gerist þegar fólk er að skemmta sér. Tilkynnt var um ein slagsmál niðri í bæ og einn var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Pétur segir þó að almennt hafi öll skemmtun farið vel fram um helgina. Hann segir engar kærur hafa borist um helgina og að ekkert „vont og ljótt“ hafi átt sér stað. Hann segir að heimapartýin séu alls ekki eins mörg eins og talað hafi verið um. Einhver partý séu hér og þar um eyjuna og það séu í langflestum tilvikum heimamenn sem skemmta sér. Eins og Vísir greindi frá í gær er afar fámennt á tjaldsvæðum í Vestmannaeyjum og dvelja um þrjátíu manns í sjálfum Herjólfsdal sem er aðeins brotabrot af því sem vant er um verslunarmannahelgi. Pétur telur að gestir eyjunnar séu ekki fleiri en þúsund. Eins og kunnugt er var Þjóðhátíð í Eyjum blásin af vegna samkomutakmarkana en þar fer þó fram beint streymi frá brekkusöngnum í kvöld. Þar verða engir áhorfendur enda verður Herjólfsdal lokað á milli klukkan átta og tólf. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Pétur Steingrímsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir helgina hafa verið ágæta hingað til. Eitthvað hafi verið um „fylleríseril“ eins og gengur og gerist þegar fólk er að skemmta sér. Tilkynnt var um ein slagsmál niðri í bæ og einn var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Pétur segir þó að almennt hafi öll skemmtun farið vel fram um helgina. Hann segir engar kærur hafa borist um helgina og að ekkert „vont og ljótt“ hafi átt sér stað. Hann segir að heimapartýin séu alls ekki eins mörg eins og talað hafi verið um. Einhver partý séu hér og þar um eyjuna og það séu í langflestum tilvikum heimamenn sem skemmta sér. Eins og Vísir greindi frá í gær er afar fámennt á tjaldsvæðum í Vestmannaeyjum og dvelja um þrjátíu manns í sjálfum Herjólfsdal sem er aðeins brotabrot af því sem vant er um verslunarmannahelgi. Pétur telur að gestir eyjunnar séu ekki fleiri en þúsund. Eins og kunnugt er var Þjóðhátíð í Eyjum blásin af vegna samkomutakmarkana en þar fer þó fram beint streymi frá brekkusöngnum í kvöld. Þar verða engir áhorfendur enda verður Herjólfsdal lokað á milli klukkan átta og tólf.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00
Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28