Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2021 20:31 Þyrlum var beitt til að reyna að ráða niðurlögum gróðurelda í ferðamannabænum Marmaris. Mahmut Serdar Alakus/Getty Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. Minnst fjórir hafa látist í eldunum og þúsundir ferðamanna hafa þurft að flýja ferðamannabæina Antalya og Muğla. Floti smábáta ferjaði ferðamenn á öruggari staði. Aðstæður í Tyrklandi eru ekki með góðu móti, miklir þurrkar hafa verið og hitamet féll í landinu í síðustu viku þegar hiti mældist 49,1 gráða á selsíus í bænum Cizre í suð-austurhluta Tyrklands. Gróðureldar eru algegnir á Tyrklandi yfir sumarmánuðina en hiti frá gróðureldum hefur aldrei mælst hærri þar í landi. „Þessar tölur eru út fyrir skalann miðað við síðustu nítján ár,“ segir Mark Parrington, vísindamaður hjá Copernicus veðurathugunarstöð Evrópusambandsins. Íbúar í bæjum sem hafa farið illa út úr gróðureldunum segjast aldrei hafa séð aðra eins elda. „Allt sem ég á brann til kaldra kola. Ég tapaði lömbum og öðrum dýrum. Þetta er ekki eðlilegt, þetta var eins og helvíti,“ segir Ibrahim Aydın bóndi. Ráðamenn í Tyrklandi hafa kennt árásum PKK um gróðureldana en ekki sýnt fram á nein sönnunargögn þess efnis. PKK eru samtök sem berjast fyrir sjálfstæði Kúrdistan. Fáir tyrkneskir miðlar hafa fjallað um loftlagsvána sem skýringu á þeim miklu eldum sem geisa í landinu en meginþorri vísindamanna kennir loftlagsvánni um fjölgun gróðurelda í heiminum. Tyrkland Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Minnst fjórir hafa látist í eldunum og þúsundir ferðamanna hafa þurft að flýja ferðamannabæina Antalya og Muğla. Floti smábáta ferjaði ferðamenn á öruggari staði. Aðstæður í Tyrklandi eru ekki með góðu móti, miklir þurrkar hafa verið og hitamet féll í landinu í síðustu viku þegar hiti mældist 49,1 gráða á selsíus í bænum Cizre í suð-austurhluta Tyrklands. Gróðureldar eru algegnir á Tyrklandi yfir sumarmánuðina en hiti frá gróðureldum hefur aldrei mælst hærri þar í landi. „Þessar tölur eru út fyrir skalann miðað við síðustu nítján ár,“ segir Mark Parrington, vísindamaður hjá Copernicus veðurathugunarstöð Evrópusambandsins. Íbúar í bæjum sem hafa farið illa út úr gróðureldunum segjast aldrei hafa séð aðra eins elda. „Allt sem ég á brann til kaldra kola. Ég tapaði lömbum og öðrum dýrum. Þetta er ekki eðlilegt, þetta var eins og helvíti,“ segir Ibrahim Aydın bóndi. Ráðamenn í Tyrklandi hafa kennt árásum PKK um gróðureldana en ekki sýnt fram á nein sönnunargögn þess efnis. PKK eru samtök sem berjast fyrir sjálfstæði Kúrdistan. Fáir tyrkneskir miðlar hafa fjallað um loftlagsvána sem skýringu á þeim miklu eldum sem geisa í landinu en meginþorri vísindamanna kennir loftlagsvánni um fjölgun gróðurelda í heiminum.
Tyrkland Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira