Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2021 15:00 Hvítu tjöldin voru sett upp í ár og hér stendur Svava Kristín fyrir framan eitt þeirra. Tjöldin eru aftur á móti ekki í Herjólfsdal heldur úti í garði hjá Eyjamönnum. Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. „Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“ Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira