Innlent

Klappað og fagnað þegar sex ára stúlka fann móður sína aftur

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Mæðgurnar hittust aftur á Óðinstorgi.
Mæðgurnar hittust aftur á Óðinstorgi. vísir/vilhelm

Inni­legir og fal­legir fagnaðar­fundir urðu hjá móður og sex ára dóttur hennar á Óðinstorgi í Þingholtunum í gær eftir að stúlkan hafði týnst í um klukku­stund. Hún var í heim­sókn í hverfinu, ókunnug því og villtist því þegar hún ráfaði í burtu.

Móðirin hringdi í lög­regluna síðdegis í gær um leið og tekið var eftir því að stúlkan væri horfin. Sam­stundis var þá hafist handa við að leita hennar og að­stoðuðu margir við leitina, bæði ná­grannar í hverfinu og veg­far­endur á svæðinu.

„Að­dáunar­vert var að sjá alla leggjast á eitt,“ segir lög­regla um málið á Face­book. „Biðin var örugg­lega mjög erfið, en um klukku­stund leið áður en stúlkan fannst. Hún hafði þá gengið tölu­verðan söl, en það var veg­farandi sem fann stúlkuna og lét móðurina vita.“

Þegar stúlkan fannst höfðu verið gerðar ráð­stafanir til að kalla úr spor­leitar­hund og leitar­flokk en lög­regla aftur­kallaði þá beiðni þegar tíðindin bárust um að stúlkan væri fundin.

Lög­reglu­menn sóttu stúlkuna þá og komu henni aftur til móður sinnar „og voru það fagnaðar­fundir eins og gefur að skilja. Hópur fólks varð vitni að endur­fundum mæðgnanna og var þá klappað vel og inni­lega. Það var virki­lega fal­legt að sjá,“ segir lög­reglan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×