Bið, end(ómetríósu)alaus bið Heiða Ingimarsdóttir skrifar 28. júlí 2021 13:31 Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun