„Vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 13:01 Um fátt hefur verið meira rætt undanfarin sólarhring en þá ákvörðun Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikanna í Tókýó. getty/Laurence Griffiths Sú ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum til að huga að andlegri heilsu sinni gæti haft mikil áhrif til frambúðar og skapað aukna umræðu um það umhverfi sem stærstu íþróttastjörnur heims lifa og hrærast í. Þetta segir Haukur Ingi Guðnason, fyrrverandi fótboltamaður sem hefur starfað við og kennt íþróttasálfræði. „Þetta er auðvitað mjög stórt og vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að veruleiki íþróttafólks sé að mörgu leyti flóknari nú en áður, meðal annars vegna tilkomu samfélagsmiðla, og segir að það sé enn að læra að fóta sig í honum. „Þetta er alltaf að verða stærra og stærra og flóknara og flóknara því það má segja að þessar stærstu íþróttastjörnur séu farnar að verða sinn eigin fjölmiðill í gegnum samfélagsmiðla. Í einhverjum tilfellum getur það komið í bakið á þeim. Pressan að vera alltaf í beinu sambandi við aðdáendur getur verið íþyngjandi,“ sagði Haukur. Haukur Ingi Guðnason lék 172 leiki í efstu deild og skoraði 36 mörk.STÖÐ 2 SPORT „Maður hefur tilhneigingu til að gleyma því hversu stutt er síðan samfélagsmiðlar urðu ráðandi í lífi fólks. Við erum enn að læra á þetta og erum í eins konar tilraun á líðandi stundu. Margt íþróttafólk sem ég þekki og er hætt hefur talað um að það sé fegið að vera ekki uppi í dag með allt þetta áreiti. Allir geta haft skoðun á þér og það er auðvelt að varpa henni fram og fá mikla athygli. Ég held að þetta útspil Biles muni vonandi fá fólk til að hugsa sig um hvernig það vill nálgast hlutina, hvaða áhrif þetta getur haft á íþróttafólk, þetta sífellda áreiti.“ Biles keppti í fyrstu greininni, stökki, í liðakeppninni í gær áður en hún dró sig úr keppni. Brotthvarf hennar hafði greinileg áhrif á bandaríska liðið í síðustu þremur greinunum. „Mér fannst þessi ákvörðun hennar gera það að verkum að spennustig annarra keppenda var of hátt. Það var mín upplifun. Þær gerðu mjög sjaldséð mistök eins og að detta og gleyma rútínu,“ sagði Haukur. Bandaríska liðið með silfrið.getty/Tim Clayton Hann segir mikilvægt að íþróttafólk fái leiðbeiningar hvernig það eigi að bera sig að í stafrænum heimi. „Burtséð frá því hvað við lesum í þetta held ég að aðalatriðið sé að draga inn andann og átta sig á við hvaða aðstæður íþróttafólk nú til dags þarf að takast á við með tilkomu samfélagsmiðla og alls þessa áreitis sem er fyrir utan íþróttina sjálfa,“ sagði Haukur. „Samfélagsmiðlarnir eru ekkert að fara þannig að mögulega verður þetta til þess að það verði meira hugað að því hvernig við getum hjálpað íþróttafólki að takast á við þetta og þetta verði jafnvel hluti af einhvers konar þjálfun.“ Biles hætti keppni í liðakeppninni og mun ekki keppa í fjölþraut á morgun. Ekki er loku fyrir það skotið að hún keppi á einstökum áhöldum.getty/Mustafa Yalcin Ekki er langt síðan tennisstjarnan Naomi Osaka dró sig úr keppni á Wimbledon mótinu eftir að hún neitaði að mæta á blaðamannafundi til að vernda andlega heilsu sína. Jafnöldurnar Osaka og Biles hafa því staðið í stafni aukinnar umræðu um andlega heilsu íþróttafólks, umræðu sem verður sífellt háværari. „Íþróttafólk, eins og almenningur, getur átt við alls konar andlega örðugleika að etja og þurft að tækla þá með viðeigandi hætti. Í íþróttunum og því umhverfi þarftu alltaf að sýna styrkleika og mátt ekki sýna neina veikleika. Og stundum getur það verið erfitt,“ sagði Haukur. „Þegar fólk þarf á aðstoð að halda getur það vonandi verið opinskátt með það og þarf ekki að líta á það sem eitthvað tabú. Ég vonast til þessir atburðir muni leiða til þess að fólk verði enn tilbúnara til að huga að sínum vanda.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Geðheilbrigði Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög stórt og vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að veruleiki íþróttafólks sé að mörgu leyti flóknari nú en áður, meðal annars vegna tilkomu samfélagsmiðla, og segir að það sé enn að læra að fóta sig í honum. „Þetta er alltaf að verða stærra og stærra og flóknara og flóknara því það má segja að þessar stærstu íþróttastjörnur séu farnar að verða sinn eigin fjölmiðill í gegnum samfélagsmiðla. Í einhverjum tilfellum getur það komið í bakið á þeim. Pressan að vera alltaf í beinu sambandi við aðdáendur getur verið íþyngjandi,“ sagði Haukur. Haukur Ingi Guðnason lék 172 leiki í efstu deild og skoraði 36 mörk.STÖÐ 2 SPORT „Maður hefur tilhneigingu til að gleyma því hversu stutt er síðan samfélagsmiðlar urðu ráðandi í lífi fólks. Við erum enn að læra á þetta og erum í eins konar tilraun á líðandi stundu. Margt íþróttafólk sem ég þekki og er hætt hefur talað um að það sé fegið að vera ekki uppi í dag með allt þetta áreiti. Allir geta haft skoðun á þér og það er auðvelt að varpa henni fram og fá mikla athygli. Ég held að þetta útspil Biles muni vonandi fá fólk til að hugsa sig um hvernig það vill nálgast hlutina, hvaða áhrif þetta getur haft á íþróttafólk, þetta sífellda áreiti.“ Biles keppti í fyrstu greininni, stökki, í liðakeppninni í gær áður en hún dró sig úr keppni. Brotthvarf hennar hafði greinileg áhrif á bandaríska liðið í síðustu þremur greinunum. „Mér fannst þessi ákvörðun hennar gera það að verkum að spennustig annarra keppenda var of hátt. Það var mín upplifun. Þær gerðu mjög sjaldséð mistök eins og að detta og gleyma rútínu,“ sagði Haukur. Bandaríska liðið með silfrið.getty/Tim Clayton Hann segir mikilvægt að íþróttafólk fái leiðbeiningar hvernig það eigi að bera sig að í stafrænum heimi. „Burtséð frá því hvað við lesum í þetta held ég að aðalatriðið sé að draga inn andann og átta sig á við hvaða aðstæður íþróttafólk nú til dags þarf að takast á við með tilkomu samfélagsmiðla og alls þessa áreitis sem er fyrir utan íþróttina sjálfa,“ sagði Haukur. „Samfélagsmiðlarnir eru ekkert að fara þannig að mögulega verður þetta til þess að það verði meira hugað að því hvernig við getum hjálpað íþróttafólki að takast á við þetta og þetta verði jafnvel hluti af einhvers konar þjálfun.“ Biles hætti keppni í liðakeppninni og mun ekki keppa í fjölþraut á morgun. Ekki er loku fyrir það skotið að hún keppi á einstökum áhöldum.getty/Mustafa Yalcin Ekki er langt síðan tennisstjarnan Naomi Osaka dró sig úr keppni á Wimbledon mótinu eftir að hún neitaði að mæta á blaðamannafundi til að vernda andlega heilsu sína. Jafnöldurnar Osaka og Biles hafa því staðið í stafni aukinnar umræðu um andlega heilsu íþróttafólks, umræðu sem verður sífellt háværari. „Íþróttafólk, eins og almenningur, getur átt við alls konar andlega örðugleika að etja og þurft að tækla þá með viðeigandi hætti. Í íþróttunum og því umhverfi þarftu alltaf að sýna styrkleika og mátt ekki sýna neina veikleika. Og stundum getur það verið erfitt,“ sagði Haukur. „Þegar fólk þarf á aðstoð að halda getur það vonandi verið opinskátt með það og þarf ekki að líta á það sem eitthvað tabú. Ég vonast til þessir atburðir muni leiða til þess að fólk verði enn tilbúnara til að huga að sínum vanda.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Geðheilbrigði Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira