„Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 12:01 Daniil Medvedev var í miklum vandræðum í hitanum og rakanum en tókst samt að tryggja sér sæti í átta manna úrslitunum. AP/Patrick Semansky Rússinn Daniil Medvedev er kominn í átta manna úrslit í tenniskeppni Ólympíuleikanna en hann átti í miklum erfiðleikum í hitanum í nótt. Medvedev komst áfram með því að vinna Fabio Fognini frá Ítalíu 6-2, 3-6 og 6-2. Hann mætir Spánverjanum Pablo Carreno Busta í átta manna úrslitunum. Medvedev átti í miklum vandræðum í leiknum þegar hitinn og rakastigið gerði honum mjög erfitt fyrir. Svo illa leit hann út á tímabili að dómari leiksins, Carlos Ramos, spurði hann hreinlega hvort hann gæti haldið áfram. Svarið kom mörgum í opna skjöldu. „Ég get klárað leikinn en ég get dáið,“ sagði Daniil Medvedev. „Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina,“ hélt Medvedev áfram. Hann fékk tvisvar sinnum að taka leikhlé og einu sinni að fá þjálfarann sinn til sín. Medvedev ræddi atvikið eftir leik og sagði að honum hefði verið mikið niðri fyrir á þessum tímapunkti í leiknum. a very metal moment in the Olympic tennis just now as Medvedev casually asks what happens if he dies on the court pic.twitter.com/kotZxePtEw— Timothy Burke (@bubbaprog) July 28, 2021 „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera til að líða betur. Ég var tilbúinn að falla niður á völlinn,“ sagði Medvedev. Spænski tennisspilarinn Paula Badosa var ekki eins heppin því hún fór af velli í hjólastól eftir að hafa fengið hitaslag í leik sínum á móti Marketu Vondrousova í átta manna úrslitum. Vondrousova sló út Naomi Osaka í gær og hafði unnið fyrsta settið 6-1. Hún er nú komin alla leið í undanúrslitin. Hitinn fór alla leið upp í 31 stig en vegna rakans þá var eins og það væri 37 stiga hiti. Tennisfólkið hefur margoft beðið um að leikirnir yrðu færðir fram á kvöld þegar hitinn er minni en ekki hefur verið orðið við þeim sóknum. Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Medvedev komst áfram með því að vinna Fabio Fognini frá Ítalíu 6-2, 3-6 og 6-2. Hann mætir Spánverjanum Pablo Carreno Busta í átta manna úrslitunum. Medvedev átti í miklum vandræðum í leiknum þegar hitinn og rakastigið gerði honum mjög erfitt fyrir. Svo illa leit hann út á tímabili að dómari leiksins, Carlos Ramos, spurði hann hreinlega hvort hann gæti haldið áfram. Svarið kom mörgum í opna skjöldu. „Ég get klárað leikinn en ég get dáið,“ sagði Daniil Medvedev. „Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina,“ hélt Medvedev áfram. Hann fékk tvisvar sinnum að taka leikhlé og einu sinni að fá þjálfarann sinn til sín. Medvedev ræddi atvikið eftir leik og sagði að honum hefði verið mikið niðri fyrir á þessum tímapunkti í leiknum. a very metal moment in the Olympic tennis just now as Medvedev casually asks what happens if he dies on the court pic.twitter.com/kotZxePtEw— Timothy Burke (@bubbaprog) July 28, 2021 „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera til að líða betur. Ég var tilbúinn að falla niður á völlinn,“ sagði Medvedev. Spænski tennisspilarinn Paula Badosa var ekki eins heppin því hún fór af velli í hjólastól eftir að hafa fengið hitaslag í leik sínum á móti Marketu Vondrousova í átta manna úrslitum. Vondrousova sló út Naomi Osaka í gær og hafði unnið fyrsta settið 6-1. Hún er nú komin alla leið í undanúrslitin. Hitinn fór alla leið upp í 31 stig en vegna rakans þá var eins og það væri 37 stiga hiti. Tennisfólkið hefur margoft beðið um að leikirnir yrðu færðir fram á kvöld þegar hitinn er minni en ekki hefur verið orðið við þeim sóknum.
Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira