Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 26. júlí 2021 13:15 Það er ljóst að fjármagn til að mæta þeim áhuga sem er til staðar varðandi iðnám er langt frá því að vera nógu mikið. Starfsfólk í menntageiranum, félög iðngreina og áhugafólk um bætt iðnám, svo einhverjir hópar séu nefndir, hafa reynt að efla áhuga fólks á iðnámi í áratugi. Ég vona svo sannarlega að sú barátta sé nú loksins að bera árangur. Baráttan sem hefur verið hörð hefur gengið út á það að auka veg og virðingu iðnáms í samfélagi okkar. Það er barátta sem ég hef sjálfur tekið þátt í yfir 20 ár. Viljayfirlýsing undirrituð. Er það nóg? Á sama tíma og ég gleðst mjög yfir að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að framtíðarhúsnæði Tækniskólans, með öllum þeim búnaði sem þarf til að kenna iðngreinar í nútímanum, muni rísa á Suðurhöfninni í Hafnarfirði þá hef ég áhyggjur af úthlutun fjármagns ríkisins til reksturs skólastarfsins. Svo raunverulega sé hægt að mæta þeim áhuga sem er fyrir iðnámi hjá fólki á öllum aldri. Og þar liggur mikill vandi. Fólk á öllum aldri á að geta stundað iðnám Fólk á öllum aldri sem áhuga hefur á að sækja iðnám í dag, á í erfiðleikum með að fá inni í náminu vegna þess að fjármagn til kennslunnar nægir rétt með naumindum til að taka inn nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla. Það er afleit staða og engum til sóma. Við þurfum að gefa fólki á öllum aldri tækifæri til að stunda iðnám og við getum ekki látið þann áhuga sem nú er á iðnmenntun ganga okkur úr greipum af því að fjármagn er af skornum skammti til kennslunnar. Kosningalykt af málinu Það er kosningalykt af umgjörð þessarar undirritunar en ég vona svo sannarlega að þarna búi meira að baki í þetta sinn. Að það sé raunverulegur vilji til að framkvæma svo efla megi iðnmenntun. Að nægilegu fjármagni verði úthlutað til að mæta þeim áhuga sem er á iðnámi um þessar mundir. Við í Samfylkingunni munum allavega halda áfram að beita okkur fyrir því að raunverulegar umbætur eigi sér stað í iðnámi á Íslandi og fólk á öllum aldri geti sótt iðnám, hafi það áhuga á því. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er ljóst að fjármagn til að mæta þeim áhuga sem er til staðar varðandi iðnám er langt frá því að vera nógu mikið. Starfsfólk í menntageiranum, félög iðngreina og áhugafólk um bætt iðnám, svo einhverjir hópar séu nefndir, hafa reynt að efla áhuga fólks á iðnámi í áratugi. Ég vona svo sannarlega að sú barátta sé nú loksins að bera árangur. Baráttan sem hefur verið hörð hefur gengið út á það að auka veg og virðingu iðnáms í samfélagi okkar. Það er barátta sem ég hef sjálfur tekið þátt í yfir 20 ár. Viljayfirlýsing undirrituð. Er það nóg? Á sama tíma og ég gleðst mjög yfir að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að framtíðarhúsnæði Tækniskólans, með öllum þeim búnaði sem þarf til að kenna iðngreinar í nútímanum, muni rísa á Suðurhöfninni í Hafnarfirði þá hef ég áhyggjur af úthlutun fjármagns ríkisins til reksturs skólastarfsins. Svo raunverulega sé hægt að mæta þeim áhuga sem er fyrir iðnámi hjá fólki á öllum aldri. Og þar liggur mikill vandi. Fólk á öllum aldri á að geta stundað iðnám Fólk á öllum aldri sem áhuga hefur á að sækja iðnám í dag, á í erfiðleikum með að fá inni í náminu vegna þess að fjármagn til kennslunnar nægir rétt með naumindum til að taka inn nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla. Það er afleit staða og engum til sóma. Við þurfum að gefa fólki á öllum aldri tækifæri til að stunda iðnám og við getum ekki látið þann áhuga sem nú er á iðnmenntun ganga okkur úr greipum af því að fjármagn er af skornum skammti til kennslunnar. Kosningalykt af málinu Það er kosningalykt af umgjörð þessarar undirritunar en ég vona svo sannarlega að þarna búi meira að baki í þetta sinn. Að það sé raunverulegur vilji til að framkvæma svo efla megi iðnmenntun. Að nægilegu fjármagni verði úthlutað til að mæta þeim áhuga sem er á iðnámi um þessar mundir. Við í Samfylkingunni munum allavega halda áfram að beita okkur fyrir því að raunverulegar umbætur eigi sér stað í iðnámi á Íslandi og fólk á öllum aldri geti sótt iðnám, hafi það áhuga á því. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun