Hyggst sniðganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2021 22:40 Ragnar Bragason ætlar ekki út að leika með Play. Vísir - Eydís Björk Guðmundsdóttir Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Ragnar segir að hrakfarirnar hafi byrjað þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra hafi runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og engin skilyrði um vegabréf væri að finna í íslenskum lögum eða reglugerðum. Því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu á Keflavíkurflugvöll var þó raunin önnur og segir Ragnar að starfsfólk Play í brottfarasal hafi hafnað því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins. Enduðu á að kaupa nýja flugmiða „Nú voru góð ráð dýr. Synir mínir skottast í örvæntingu yfir á borð Icelandair og bingo. Þar er íslenskum lögum einfaldlega fylgt og engin krafa um vegabréf innan Schengen. Þar punguðu þeir leiðir út á annað hundrað þúsund fyrir flug sem fór klukkutíma síðar,“ segir Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni og fer ófögrum orðum um hið nýja flugfélag. Í skriflegu svari Play til fréttastofu segir að það sé ekki stefna félagsins að hafna umræddum persónuskilríkjum við þessar aðstæður þar sem samningar á milli Norðurlandanna geri meðal annars ráð fyrir að slík skilríki dugi. „Hér virðist því hafa orðið misskilningur á milli okkar og starfsmanna flugvallarins. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta hann og um leið tryggja að þetta endurtaki sig ekki. Við munum síðan leita leiða til að koma til móts við umrædda viðskiptavini, enda ljóst að þetta er ekki upplifun í anda þess sem PLAY stendur fyrir.“ Ragnar tjáði sig um atvikið á Facebooksíðu sinni en hefur síðan fjarlægt innleggið af vegg sínum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Neytendur Play Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Ragnar segir að hrakfarirnar hafi byrjað þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra hafi runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og engin skilyrði um vegabréf væri að finna í íslenskum lögum eða reglugerðum. Því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu á Keflavíkurflugvöll var þó raunin önnur og segir Ragnar að starfsfólk Play í brottfarasal hafi hafnað því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins. Enduðu á að kaupa nýja flugmiða „Nú voru góð ráð dýr. Synir mínir skottast í örvæntingu yfir á borð Icelandair og bingo. Þar er íslenskum lögum einfaldlega fylgt og engin krafa um vegabréf innan Schengen. Þar punguðu þeir leiðir út á annað hundrað þúsund fyrir flug sem fór klukkutíma síðar,“ segir Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni og fer ófögrum orðum um hið nýja flugfélag. Í skriflegu svari Play til fréttastofu segir að það sé ekki stefna félagsins að hafna umræddum persónuskilríkjum við þessar aðstæður þar sem samningar á milli Norðurlandanna geri meðal annars ráð fyrir að slík skilríki dugi. „Hér virðist því hafa orðið misskilningur á milli okkar og starfsmanna flugvallarins. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta hann og um leið tryggja að þetta endurtaki sig ekki. Við munum síðan leita leiða til að koma til móts við umrædda viðskiptavini, enda ljóst að þetta er ekki upplifun í anda þess sem PLAY stendur fyrir.“ Ragnar tjáði sig um atvikið á Facebooksíðu sinni en hefur síðan fjarlægt innleggið af vegg sínum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Neytendur Play Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira