„Ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 15:46 Sævar Atli hefur átt frábært tímabil, líkt og Leiknisliðið. Vísir/Hulda Margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis úr Breiðholti, er óvænt stjarna Pepsi Max-deildar karla í sumar. Sævar hefur nú skorað tíu mörk í 13 leikjum, og segist hafa komið sjálfum sér á óvart. Sævar verður í liði Leiknis sem mætir KA síðar í dag. „Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að skora svona mörg mörk,“ sagði Sævar Atli. „Framistaða mín, ef við teljum mörkin ekki með, er búin að vera bara fín, bara ágæt og ég get gert betur. En þegar maður er að skora og að spila frammi þá getur maður ekki verið að kvarta. Ég er mjög ánægður með tímabilið hingað til, en það er nóg eftir og ég ætla bara að halda áfram.“ Nýtur sín í fyrirliðahlutverkinu Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann segist njóta sín í því hlutverki. „Tímabilið í fyrra var mikil reynsla, að vera fyrirliði, og ég hef alltaf verið fyrirliði í yngri flokkum þannig að þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki mikið að garga og öskra menn áfram heldur reyni ég frekar að leiða með fordæmi á vellinum og drífa liðið áfram þannig fremst á vellinum, ég vil vera að hlaupa mikið og vera með læti. Ég fékk bara einn leik í efstu deild seinast, þannig að þetta er í raun mitt fyrsta tímabil í efstu deild, og þetta er bara ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið í efstu deild.“ segir Sævar Atli. Klippa: Sævar Atli Fóru pressulausir inn í mótið Sævar Atli segir það hafa hjálpað Leiknismönnum að vera spáð botnsætinu af mörgum miðlum fyrir mót. Leiknir er með 17 stig, sem eru fleiri stig en liðið hefur nokkurn tíma fengið í efstu deild, í 6. sæti deildarinnar eftir 13 leiki. „Mér fannst við koma nokkuð pressulausir inn í mótið þar sem okkur var spáð 12. sæti nánast alls staðar. Það kom okkur smá á óvart en samt ekki. Við fórum pressulausir inn í þetta og höfum sýnt að við getum haldið boltanum vel og við erum með hörkulið,“ segir Sævar sem segir um markmið liðsins: „Markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur uppi og gera það sem Leikni hefur ekki tekist áður, að spila tvö tímabil í röð í efstu deild,“ Hlakkar til að spila fyrir Blika Sævar hefur samið við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins að tímabilinu loknu. Hann hefur verið orðaður við brottför til útlanda. Hann segir ekkert benda til annars en að hann fari í Kópavoginn. „Ég setti mér langtímamarkmið fyrir tveimur árum að vera kominn út í atvinnumennsku árið 2022. Það er markmiðið og eins og er er ég að fara að spila fyrir Breiðablik. Ég er mjög spenntur fyrir því, þetta er frábært lið og ég tel að ég muni bæta mig mikið þar því þeirra leikstíll hentar mér held ég mjög vel,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævars Atla sem má sjá í heild sinni að ofan. Leiknir mætir KA klukkan 17:00 í dag og getur jafnað Norðanmenn að stigum í töflunni með sigri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst beint útsending klukkan 16:50. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
„Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að skora svona mörg mörk,“ sagði Sævar Atli. „Framistaða mín, ef við teljum mörkin ekki með, er búin að vera bara fín, bara ágæt og ég get gert betur. En þegar maður er að skora og að spila frammi þá getur maður ekki verið að kvarta. Ég er mjög ánægður með tímabilið hingað til, en það er nóg eftir og ég ætla bara að halda áfram.“ Nýtur sín í fyrirliðahlutverkinu Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann segist njóta sín í því hlutverki. „Tímabilið í fyrra var mikil reynsla, að vera fyrirliði, og ég hef alltaf verið fyrirliði í yngri flokkum þannig að þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki mikið að garga og öskra menn áfram heldur reyni ég frekar að leiða með fordæmi á vellinum og drífa liðið áfram þannig fremst á vellinum, ég vil vera að hlaupa mikið og vera með læti. Ég fékk bara einn leik í efstu deild seinast, þannig að þetta er í raun mitt fyrsta tímabil í efstu deild, og þetta er bara ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið í efstu deild.“ segir Sævar Atli. Klippa: Sævar Atli Fóru pressulausir inn í mótið Sævar Atli segir það hafa hjálpað Leiknismönnum að vera spáð botnsætinu af mörgum miðlum fyrir mót. Leiknir er með 17 stig, sem eru fleiri stig en liðið hefur nokkurn tíma fengið í efstu deild, í 6. sæti deildarinnar eftir 13 leiki. „Mér fannst við koma nokkuð pressulausir inn í mótið þar sem okkur var spáð 12. sæti nánast alls staðar. Það kom okkur smá á óvart en samt ekki. Við fórum pressulausir inn í þetta og höfum sýnt að við getum haldið boltanum vel og við erum með hörkulið,“ segir Sævar sem segir um markmið liðsins: „Markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur uppi og gera það sem Leikni hefur ekki tekist áður, að spila tvö tímabil í röð í efstu deild,“ Hlakkar til að spila fyrir Blika Sævar hefur samið við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins að tímabilinu loknu. Hann hefur verið orðaður við brottför til útlanda. Hann segir ekkert benda til annars en að hann fari í Kópavoginn. „Ég setti mér langtímamarkmið fyrir tveimur árum að vera kominn út í atvinnumennsku árið 2022. Það er markmiðið og eins og er er ég að fara að spila fyrir Breiðablik. Ég er mjög spenntur fyrir því, þetta er frábært lið og ég tel að ég muni bæta mig mikið þar því þeirra leikstíll hentar mér held ég mjög vel,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævars Atla sem má sjá í heild sinni að ofan. Leiknir mætir KA klukkan 17:00 í dag og getur jafnað Norðanmenn að stigum í töflunni með sigri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst beint útsending klukkan 16:50.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti