„Ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 15:46 Sævar Atli hefur átt frábært tímabil, líkt og Leiknisliðið. Vísir/Hulda Margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis úr Breiðholti, er óvænt stjarna Pepsi Max-deildar karla í sumar. Sævar hefur nú skorað tíu mörk í 13 leikjum, og segist hafa komið sjálfum sér á óvart. Sævar verður í liði Leiknis sem mætir KA síðar í dag. „Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að skora svona mörg mörk,“ sagði Sævar Atli. „Framistaða mín, ef við teljum mörkin ekki með, er búin að vera bara fín, bara ágæt og ég get gert betur. En þegar maður er að skora og að spila frammi þá getur maður ekki verið að kvarta. Ég er mjög ánægður með tímabilið hingað til, en það er nóg eftir og ég ætla bara að halda áfram.“ Nýtur sín í fyrirliðahlutverkinu Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann segist njóta sín í því hlutverki. „Tímabilið í fyrra var mikil reynsla, að vera fyrirliði, og ég hef alltaf verið fyrirliði í yngri flokkum þannig að þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki mikið að garga og öskra menn áfram heldur reyni ég frekar að leiða með fordæmi á vellinum og drífa liðið áfram þannig fremst á vellinum, ég vil vera að hlaupa mikið og vera með læti. Ég fékk bara einn leik í efstu deild seinast, þannig að þetta er í raun mitt fyrsta tímabil í efstu deild, og þetta er bara ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið í efstu deild.“ segir Sævar Atli. Klippa: Sævar Atli Fóru pressulausir inn í mótið Sævar Atli segir það hafa hjálpað Leiknismönnum að vera spáð botnsætinu af mörgum miðlum fyrir mót. Leiknir er með 17 stig, sem eru fleiri stig en liðið hefur nokkurn tíma fengið í efstu deild, í 6. sæti deildarinnar eftir 13 leiki. „Mér fannst við koma nokkuð pressulausir inn í mótið þar sem okkur var spáð 12. sæti nánast alls staðar. Það kom okkur smá á óvart en samt ekki. Við fórum pressulausir inn í þetta og höfum sýnt að við getum haldið boltanum vel og við erum með hörkulið,“ segir Sævar sem segir um markmið liðsins: „Markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur uppi og gera það sem Leikni hefur ekki tekist áður, að spila tvö tímabil í röð í efstu deild,“ Hlakkar til að spila fyrir Blika Sævar hefur samið við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins að tímabilinu loknu. Hann hefur verið orðaður við brottför til útlanda. Hann segir ekkert benda til annars en að hann fari í Kópavoginn. „Ég setti mér langtímamarkmið fyrir tveimur árum að vera kominn út í atvinnumennsku árið 2022. Það er markmiðið og eins og er er ég að fara að spila fyrir Breiðablik. Ég er mjög spenntur fyrir því, þetta er frábært lið og ég tel að ég muni bæta mig mikið þar því þeirra leikstíll hentar mér held ég mjög vel,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævars Atla sem má sjá í heild sinni að ofan. Leiknir mætir KA klukkan 17:00 í dag og getur jafnað Norðanmenn að stigum í töflunni með sigri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst beint útsending klukkan 16:50. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
„Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að skora svona mörg mörk,“ sagði Sævar Atli. „Framistaða mín, ef við teljum mörkin ekki með, er búin að vera bara fín, bara ágæt og ég get gert betur. En þegar maður er að skora og að spila frammi þá getur maður ekki verið að kvarta. Ég er mjög ánægður með tímabilið hingað til, en það er nóg eftir og ég ætla bara að halda áfram.“ Nýtur sín í fyrirliðahlutverkinu Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann segist njóta sín í því hlutverki. „Tímabilið í fyrra var mikil reynsla, að vera fyrirliði, og ég hef alltaf verið fyrirliði í yngri flokkum þannig að þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki mikið að garga og öskra menn áfram heldur reyni ég frekar að leiða með fordæmi á vellinum og drífa liðið áfram þannig fremst á vellinum, ég vil vera að hlaupa mikið og vera með læti. Ég fékk bara einn leik í efstu deild seinast, þannig að þetta er í raun mitt fyrsta tímabil í efstu deild, og þetta er bara ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið í efstu deild.“ segir Sævar Atli. Klippa: Sævar Atli Fóru pressulausir inn í mótið Sævar Atli segir það hafa hjálpað Leiknismönnum að vera spáð botnsætinu af mörgum miðlum fyrir mót. Leiknir er með 17 stig, sem eru fleiri stig en liðið hefur nokkurn tíma fengið í efstu deild, í 6. sæti deildarinnar eftir 13 leiki. „Mér fannst við koma nokkuð pressulausir inn í mótið þar sem okkur var spáð 12. sæti nánast alls staðar. Það kom okkur smá á óvart en samt ekki. Við fórum pressulausir inn í þetta og höfum sýnt að við getum haldið boltanum vel og við erum með hörkulið,“ segir Sævar sem segir um markmið liðsins: „Markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur uppi og gera það sem Leikni hefur ekki tekist áður, að spila tvö tímabil í röð í efstu deild,“ Hlakkar til að spila fyrir Blika Sævar hefur samið við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins að tímabilinu loknu. Hann hefur verið orðaður við brottför til útlanda. Hann segir ekkert benda til annars en að hann fari í Kópavoginn. „Ég setti mér langtímamarkmið fyrir tveimur árum að vera kominn út í atvinnumennsku árið 2022. Það er markmiðið og eins og er er ég að fara að spila fyrir Breiðablik. Ég er mjög spenntur fyrir því, þetta er frábært lið og ég tel að ég muni bæta mig mikið þar því þeirra leikstíll hentar mér held ég mjög vel,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævars Atla sem má sjá í heild sinni að ofan. Leiknir mætir KA klukkan 17:00 í dag og getur jafnað Norðanmenn að stigum í töflunni með sigri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst beint útsending klukkan 16:50.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira