Alfreð: Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2021 18:43 Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með frammistöðuna gegn Breiðabliki en ekki niðurstöðuna. vísir/hulda margrét Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Breiðabliki. „Þetta er blóðugt og það sýður á manni,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í leikslok. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti en eftir það gekk Selfyssingum vel að halda þeim í skefjum. „Við fórum vel yfir þær og vitum hverjir styrkleikar og veikleikar þeirra eru. Við vorum vel skipulagðar og stelpurnar gerðu þetta mjög vel,“ sagði Alfreð. „Það var smá einbeitingarleysi í öðru markinu sem við fengum á okkur. Við höfum áður fengið nákvæmlega eins mark á okkur gegn Breiðabliki. Innkast, sami maður fer inn á völlinn og skýtur með vinstri. Þetta var einbeitingarleysi en leikurinn var vel framkvæmdur hjá okkur. Það var bras á okkur í byrjun en eftir það var þetta stöðubarátta.“ Öll mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Leikurinn opnaðist aðeins þegar 15-20 mínútur voru eftir. Þær áttu fullt af færum en þetta voru kannski færin sem við vildum að þær fengju. Þetta gekk ágætlega og þess vegna er hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Alfreð. Selfyssingar áttu ekki margar sóknir í fyrri hálfleik en fengu samt víti, sem fór forgörðum, og skutu í slá. „Þú þarft að velja réttu augnablikin. Á móti Breiðabliki verðurðu að þora að halda boltanum. Þær nærast á því að vinna boltann fljótt aftur og vera með kantmennina sína framarlega. Við reyndum að leika okkur aðeins með boltann og það gekk ágætlega,“ sagði Alfreð. Selfyssingar voru ekki alltof sáttir með vítið sem var dæmt á Þóru Jónsdóttur þegar hún fór í sinn gamla samherja, Karitas Tómasdóttur. „Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar. Þetta var ekki einu sinni tækling. Ég ætla að vona að þetta sé ekki vatninu á Selfossi að kenna,“ sagði Alfreð að endingu. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
„Þetta er blóðugt og það sýður á manni,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í leikslok. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti en eftir það gekk Selfyssingum vel að halda þeim í skefjum. „Við fórum vel yfir þær og vitum hverjir styrkleikar og veikleikar þeirra eru. Við vorum vel skipulagðar og stelpurnar gerðu þetta mjög vel,“ sagði Alfreð. „Það var smá einbeitingarleysi í öðru markinu sem við fengum á okkur. Við höfum áður fengið nákvæmlega eins mark á okkur gegn Breiðabliki. Innkast, sami maður fer inn á völlinn og skýtur með vinstri. Þetta var einbeitingarleysi en leikurinn var vel framkvæmdur hjá okkur. Það var bras á okkur í byrjun en eftir það var þetta stöðubarátta.“ Öll mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Leikurinn opnaðist aðeins þegar 15-20 mínútur voru eftir. Þær áttu fullt af færum en þetta voru kannski færin sem við vildum að þær fengju. Þetta gekk ágætlega og þess vegna er hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Alfreð. Selfyssingar áttu ekki margar sóknir í fyrri hálfleik en fengu samt víti, sem fór forgörðum, og skutu í slá. „Þú þarft að velja réttu augnablikin. Á móti Breiðabliki verðurðu að þora að halda boltanum. Þær nærast á því að vinna boltann fljótt aftur og vera með kantmennina sína framarlega. Við reyndum að leika okkur aðeins með boltann og það gekk ágætlega,“ sagði Alfreð. Selfyssingar voru ekki alltof sáttir með vítið sem var dæmt á Þóru Jónsdóttur þegar hún fór í sinn gamla samherja, Karitas Tómasdóttur. „Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar. Þetta var ekki einu sinni tækling. Ég ætla að vona að þetta sé ekki vatninu á Selfossi að kenna,“ sagði Alfreð að endingu. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira