Alfreð: Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2021 18:43 Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með frammistöðuna gegn Breiðabliki en ekki niðurstöðuna. vísir/hulda margrét Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Breiðabliki. „Þetta er blóðugt og það sýður á manni,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í leikslok. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti en eftir það gekk Selfyssingum vel að halda þeim í skefjum. „Við fórum vel yfir þær og vitum hverjir styrkleikar og veikleikar þeirra eru. Við vorum vel skipulagðar og stelpurnar gerðu þetta mjög vel,“ sagði Alfreð. „Það var smá einbeitingarleysi í öðru markinu sem við fengum á okkur. Við höfum áður fengið nákvæmlega eins mark á okkur gegn Breiðabliki. Innkast, sami maður fer inn á völlinn og skýtur með vinstri. Þetta var einbeitingarleysi en leikurinn var vel framkvæmdur hjá okkur. Það var bras á okkur í byrjun en eftir það var þetta stöðubarátta.“ Öll mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Leikurinn opnaðist aðeins þegar 15-20 mínútur voru eftir. Þær áttu fullt af færum en þetta voru kannski færin sem við vildum að þær fengju. Þetta gekk ágætlega og þess vegna er hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Alfreð. Selfyssingar áttu ekki margar sóknir í fyrri hálfleik en fengu samt víti, sem fór forgörðum, og skutu í slá. „Þú þarft að velja réttu augnablikin. Á móti Breiðabliki verðurðu að þora að halda boltanum. Þær nærast á því að vinna boltann fljótt aftur og vera með kantmennina sína framarlega. Við reyndum að leika okkur aðeins með boltann og það gekk ágætlega,“ sagði Alfreð. Selfyssingar voru ekki alltof sáttir með vítið sem var dæmt á Þóru Jónsdóttur þegar hún fór í sinn gamla samherja, Karitas Tómasdóttur. „Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar. Þetta var ekki einu sinni tækling. Ég ætla að vona að þetta sé ekki vatninu á Selfossi að kenna,“ sagði Alfreð að endingu. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
„Þetta er blóðugt og það sýður á manni,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í leikslok. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti en eftir það gekk Selfyssingum vel að halda þeim í skefjum. „Við fórum vel yfir þær og vitum hverjir styrkleikar og veikleikar þeirra eru. Við vorum vel skipulagðar og stelpurnar gerðu þetta mjög vel,“ sagði Alfreð. „Það var smá einbeitingarleysi í öðru markinu sem við fengum á okkur. Við höfum áður fengið nákvæmlega eins mark á okkur gegn Breiðabliki. Innkast, sami maður fer inn á völlinn og skýtur með vinstri. Þetta var einbeitingarleysi en leikurinn var vel framkvæmdur hjá okkur. Það var bras á okkur í byrjun en eftir það var þetta stöðubarátta.“ Öll mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Leikurinn opnaðist aðeins þegar 15-20 mínútur voru eftir. Þær áttu fullt af færum en þetta voru kannski færin sem við vildum að þær fengju. Þetta gekk ágætlega og þess vegna er hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Alfreð. Selfyssingar áttu ekki margar sóknir í fyrri hálfleik en fengu samt víti, sem fór forgörðum, og skutu í slá. „Þú þarft að velja réttu augnablikin. Á móti Breiðabliki verðurðu að þora að halda boltanum. Þær nærast á því að vinna boltann fljótt aftur og vera með kantmennina sína framarlega. Við reyndum að leika okkur aðeins með boltann og það gekk ágætlega,“ sagði Alfreð. Selfyssingar voru ekki alltof sáttir með vítið sem var dæmt á Þóru Jónsdóttur þegar hún fór í sinn gamla samherja, Karitas Tómasdóttur. „Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar. Þetta var ekki einu sinni tækling. Ég ætla að vona að þetta sé ekki vatninu á Selfossi að kenna,“ sagði Alfreð að endingu. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira