Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 11:51 Eva Sigurðardóttir er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Hún segir að ekki þurfi á göngu að halda til að styðja við þolendur kynferðisofbeldis. Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust. Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann. Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann.
Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira