Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 11:51 Eva Sigurðardóttir er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Hún segir að ekki þurfi á göngu að halda til að styðja við þolendur kynferðisofbeldis. Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust. Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann. Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann.
Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira