„Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. júlí 2021 07:00 Heimir Guðjónsson segir sína menn vera búnir að grafa leik helgarinnar fyrir erfitt verkefni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira
Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira