Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 11:26 Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala. Sóttkví sjúklings sem var í sóttkví eftir för erlendis hefur verið framlengt vegna smitsins en tilfellið hefur ekki haft áhrif á aðra sjúklinga, að sögn Hildar. Starfsmaðurinn var bólusettur og mætti síðast í vinnu á mánudag. Hún segir að um fjórir starfsmenn spítalans hafi greinst með Covid-19 síðustu vikuna, ýmist áður þeir komu aftur til vinnu eftir sumarleyfi eða á meðan þeir störfuðu á spítalanum. Hildur vildi ekki gefa upp hvaða deildum hinir þrír starfsmennirnir tilheyra en segir að þeir starfi ekki allir á sjúkradeildum. Engin smit innan spítalans hafi verið rakin til þessara tilfella. Fylgjast vel með samstarfsfólki „Það fara fram hefðbundin þrif líkt og alltaf er þegar smit kemur upp og svo munum við fylgjast vel með samstarfsfólkinu og skima þau næstu daga,“ segir Hildur. Það er komið í vinnusóttkví eða svonefnda sóttkví C og þarf að halda sig heima þegar það er ekki í vinnu. Aukin grímuskylda tók gildi fyrir starfsfólk spítalans í gær í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Þá þurfa starfsmenn sem fara erlendis að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en þeir snúa aftur til vinnu. Vonuðust til að bóluefni veittu meiri vernd „Eðli vinnunnar vegna þá er fólk í samskiptum við mjög marga og þess vegna tókum við aldrei grímuskylduna alveg af, við bara hertum hana í gær. Áður máttu þau taka grímuna niður í sameiginlegum rýmum þegar þau voru ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hildur. Það kemur henni nokkuð á óvart að þetta sé staðan eftir að meira og minna allir starfsmenn spítalans hafa hlotið bólusetningu. „Maður vissi í rauninni ekki hvað gæti gerst en auðvitað vonuðum við að bólusetning myndi hafa meiri verndandi áhrif. Þetta eru fleiri smit en maður átti kannski von á.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala. Sóttkví sjúklings sem var í sóttkví eftir för erlendis hefur verið framlengt vegna smitsins en tilfellið hefur ekki haft áhrif á aðra sjúklinga, að sögn Hildar. Starfsmaðurinn var bólusettur og mætti síðast í vinnu á mánudag. Hún segir að um fjórir starfsmenn spítalans hafi greinst með Covid-19 síðustu vikuna, ýmist áður þeir komu aftur til vinnu eftir sumarleyfi eða á meðan þeir störfuðu á spítalanum. Hildur vildi ekki gefa upp hvaða deildum hinir þrír starfsmennirnir tilheyra en segir að þeir starfi ekki allir á sjúkradeildum. Engin smit innan spítalans hafi verið rakin til þessara tilfella. Fylgjast vel með samstarfsfólki „Það fara fram hefðbundin þrif líkt og alltaf er þegar smit kemur upp og svo munum við fylgjast vel með samstarfsfólkinu og skima þau næstu daga,“ segir Hildur. Það er komið í vinnusóttkví eða svonefnda sóttkví C og þarf að halda sig heima þegar það er ekki í vinnu. Aukin grímuskylda tók gildi fyrir starfsfólk spítalans í gær í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Þá þurfa starfsmenn sem fara erlendis að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en þeir snúa aftur til vinnu. Vonuðust til að bóluefni veittu meiri vernd „Eðli vinnunnar vegna þá er fólk í samskiptum við mjög marga og þess vegna tókum við aldrei grímuskylduna alveg af, við bara hertum hana í gær. Áður máttu þau taka grímuna niður í sameiginlegum rýmum þegar þau voru ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hildur. Það kemur henni nokkuð á óvart að þetta sé staðan eftir að meira og minna allir starfsmenn spítalans hafa hlotið bólusetningu. „Maður vissi í rauninni ekki hvað gæti gerst en auðvitað vonuðum við að bólusetning myndi hafa meiri verndandi áhrif. Þetta eru fleiri smit en maður átti kannski von á.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira