Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 11:26 Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala. Sóttkví sjúklings sem var í sóttkví eftir för erlendis hefur verið framlengt vegna smitsins en tilfellið hefur ekki haft áhrif á aðra sjúklinga, að sögn Hildar. Starfsmaðurinn var bólusettur og mætti síðast í vinnu á mánudag. Hún segir að um fjórir starfsmenn spítalans hafi greinst með Covid-19 síðustu vikuna, ýmist áður þeir komu aftur til vinnu eftir sumarleyfi eða á meðan þeir störfuðu á spítalanum. Hildur vildi ekki gefa upp hvaða deildum hinir þrír starfsmennirnir tilheyra en segir að þeir starfi ekki allir á sjúkradeildum. Engin smit innan spítalans hafi verið rakin til þessara tilfella. Fylgjast vel með samstarfsfólki „Það fara fram hefðbundin þrif líkt og alltaf er þegar smit kemur upp og svo munum við fylgjast vel með samstarfsfólkinu og skima þau næstu daga,“ segir Hildur. Það er komið í vinnusóttkví eða svonefnda sóttkví C og þarf að halda sig heima þegar það er ekki í vinnu. Aukin grímuskylda tók gildi fyrir starfsfólk spítalans í gær í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Þá þurfa starfsmenn sem fara erlendis að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en þeir snúa aftur til vinnu. Vonuðust til að bóluefni veittu meiri vernd „Eðli vinnunnar vegna þá er fólk í samskiptum við mjög marga og þess vegna tókum við aldrei grímuskylduna alveg af, við bara hertum hana í gær. Áður máttu þau taka grímuna niður í sameiginlegum rýmum þegar þau voru ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hildur. Það kemur henni nokkuð á óvart að þetta sé staðan eftir að meira og minna allir starfsmenn spítalans hafa hlotið bólusetningu. „Maður vissi í rauninni ekki hvað gæti gerst en auðvitað vonuðum við að bólusetning myndi hafa meiri verndandi áhrif. Þetta eru fleiri smit en maður átti kannski von á.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala. Sóttkví sjúklings sem var í sóttkví eftir för erlendis hefur verið framlengt vegna smitsins en tilfellið hefur ekki haft áhrif á aðra sjúklinga, að sögn Hildar. Starfsmaðurinn var bólusettur og mætti síðast í vinnu á mánudag. Hún segir að um fjórir starfsmenn spítalans hafi greinst með Covid-19 síðustu vikuna, ýmist áður þeir komu aftur til vinnu eftir sumarleyfi eða á meðan þeir störfuðu á spítalanum. Hildur vildi ekki gefa upp hvaða deildum hinir þrír starfsmennirnir tilheyra en segir að þeir starfi ekki allir á sjúkradeildum. Engin smit innan spítalans hafi verið rakin til þessara tilfella. Fylgjast vel með samstarfsfólki „Það fara fram hefðbundin þrif líkt og alltaf er þegar smit kemur upp og svo munum við fylgjast vel með samstarfsfólkinu og skima þau næstu daga,“ segir Hildur. Það er komið í vinnusóttkví eða svonefnda sóttkví C og þarf að halda sig heima þegar það er ekki í vinnu. Aukin grímuskylda tók gildi fyrir starfsfólk spítalans í gær í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Þá þurfa starfsmenn sem fara erlendis að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en þeir snúa aftur til vinnu. Vonuðust til að bóluefni veittu meiri vernd „Eðli vinnunnar vegna þá er fólk í samskiptum við mjög marga og þess vegna tókum við aldrei grímuskylduna alveg af, við bara hertum hana í gær. Áður máttu þau taka grímuna niður í sameiginlegum rýmum þegar þau voru ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hildur. Það kemur henni nokkuð á óvart að þetta sé staðan eftir að meira og minna allir starfsmenn spítalans hafa hlotið bólusetningu. „Maður vissi í rauninni ekki hvað gæti gerst en auðvitað vonuðum við að bólusetning myndi hafa meiri verndandi áhrif. Þetta eru fleiri smit en maður átti kannski von á.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira