Enn hækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 11:47 Mikill kraftur er í fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,4 prósent milli maí og júní. Árshækkun mælist nú 16 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í október 2017. Hagsjá Landsbankans fjallar um málið og segir hækkanirnar nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Spenna hefur aukist sérstaklega á markaði fyrir sérbýli, þar sem rúmlega 40 prósent eigna seljast á yfirverði. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 2013. Hagfræðideild Landsbankans telur því ólíklegt að þjóðhags- og verðbólguspá sem bankinn gaf út í maí síðastliðnum muni standast, en þar var því spáð að íbúðaverð myndi hækka um 10,5 prósent milli ára. Ólíklegt þykir að sú spá haldi miðað við þær hækkanir sem þegar hafa orðið. Hækkun íbúðaverðs hefur verið 5,8 prósent síðustu þrjá mánuði, 10,1 prósent undanfarna sex mánuði og 16 prósent undanfarna tólf mánuði. Helmingsaukning á fjölda seldra íbúða Það sem af er ári hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega helmingi fleiri íbúðir en seldust í hverjum mánuði í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár gengu 718 íbúðir kaupum og sölum í júní. Í sama mánuði í fyrra voru íbúðirnar 566. Hagfræðideild segir það athyglisvert í ljósi sumarfría og ferðalaga landans. Hagfræðideild Landsbankans segir þessa miklu þenslu á fasteignamarkaði vera Seðlabankanum tilefni til áhyggja. Deildin telur ekki ólíklegt að gripið verði til frekari aðgerða til þess að hægja á eftirspurn eftir húsnæði. Seðlabankinn hefur þegar lækkað hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 prósent af virði fasteignar niður í 80 prósent. Fasteignamarkaður Reykjavík Seðlabankinn Mosfellsbær Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hagsjá Landsbankans fjallar um málið og segir hækkanirnar nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Spenna hefur aukist sérstaklega á markaði fyrir sérbýli, þar sem rúmlega 40 prósent eigna seljast á yfirverði. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 2013. Hagfræðideild Landsbankans telur því ólíklegt að þjóðhags- og verðbólguspá sem bankinn gaf út í maí síðastliðnum muni standast, en þar var því spáð að íbúðaverð myndi hækka um 10,5 prósent milli ára. Ólíklegt þykir að sú spá haldi miðað við þær hækkanir sem þegar hafa orðið. Hækkun íbúðaverðs hefur verið 5,8 prósent síðustu þrjá mánuði, 10,1 prósent undanfarna sex mánuði og 16 prósent undanfarna tólf mánuði. Helmingsaukning á fjölda seldra íbúða Það sem af er ári hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega helmingi fleiri íbúðir en seldust í hverjum mánuði í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár gengu 718 íbúðir kaupum og sölum í júní. Í sama mánuði í fyrra voru íbúðirnar 566. Hagfræðideild segir það athyglisvert í ljósi sumarfría og ferðalaga landans. Hagfræðideild Landsbankans segir þessa miklu þenslu á fasteignamarkaði vera Seðlabankanum tilefni til áhyggja. Deildin telur ekki ólíklegt að gripið verði til frekari aðgerða til þess að hægja á eftirspurn eftir húsnæði. Seðlabankinn hefur þegar lækkað hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 prósent af virði fasteignar niður í 80 prósent.
Fasteignamarkaður Reykjavík Seðlabankinn Mosfellsbær Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira