Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2021 12:52 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. „Það er alvarlegt mál og hlýtur að vera fordæmalaust að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki samkeppnisaðila ranglega um skattalagabrot,“ segir Arnar í kröfubréfi til ÁTVR og Ívars J. Arndal forstjóra. Arnar hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að leggja fram kæru á hendur Ívari fyrir rangar sakargiftir. „Engum blöðum er um það að fletta að ásakanir þínar á hendur mér persónulega og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS eru tilhæfulausar með öllu. Að bera saklausa menn röngum sakargiftum er refsivert,“ segir í kröfubréfinu. Greint var frá því að á föstudag að ÁTVR hafi kært Arnar og félögin tvö til lögreglu og skattayfirvalda. Í kærunum er aðilarnir sakaðir um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Sé sannarlega með virðisaukaskattnúmer Í kærunum var félagið Santewines SAS sagt vera án virðisaukaskattsnúmers og íslenskrar kennitölu. Það hafi því því enga heimild til að rukka virðisaukaskatt hér á landi. Arnar hafnar þessu. „Með lágmarks fyrirhöfn hefði mátt leiða í ljós þá augljósu staðreynd að Santewines SAS hefur bæði íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Félagið gefur út reikninga með 11% virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hefur gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Hin íslenska kennitala og virðisaukaskattsnúmer voru skráð hjá Skattinum í apríl sl. en félagið hóf starfsemi í maí,“ segir í bréfinu til ÁTVR sem Arnar birtir fjölmiðlum. Hann bætir við að ekki hafi orðið nein vanskil og öll aðflutningsgjöld vegna innflutnings á áfengi hafi verið greidd. Raunar sé gjalddagi vegna virðisaukaskatts í maí og júní, fyrstu rekstrarmánaða verslunarinnar, ekki fyrr en 5. ágúst. „Allar ásakanir um skattsvik og undanskot eru rógburður,“ segir í bréfi Arnars. Vill að kærurnar séu dregnar til baka Með bréfinu krefst Arnar þess að áðurnefndar kærur verði dregnar til baka án tafar og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu og vefborðum í eina viku á visir.is og mbl.is. Er farið fram á að í afsökunarbeiðninni komi fram að kærurnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsökunar á því að hafa haft frammi rangar sakargiftir gagnvart Arnari og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS. Veittur er frestur til að verða við kröfunni til klukkan 15 á miðvikudag. Lögreglumál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
„Það er alvarlegt mál og hlýtur að vera fordæmalaust að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki samkeppnisaðila ranglega um skattalagabrot,“ segir Arnar í kröfubréfi til ÁTVR og Ívars J. Arndal forstjóra. Arnar hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að leggja fram kæru á hendur Ívari fyrir rangar sakargiftir. „Engum blöðum er um það að fletta að ásakanir þínar á hendur mér persónulega og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS eru tilhæfulausar með öllu. Að bera saklausa menn röngum sakargiftum er refsivert,“ segir í kröfubréfinu. Greint var frá því að á föstudag að ÁTVR hafi kært Arnar og félögin tvö til lögreglu og skattayfirvalda. Í kærunum er aðilarnir sakaðir um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Sé sannarlega með virðisaukaskattnúmer Í kærunum var félagið Santewines SAS sagt vera án virðisaukaskattsnúmers og íslenskrar kennitölu. Það hafi því því enga heimild til að rukka virðisaukaskatt hér á landi. Arnar hafnar þessu. „Með lágmarks fyrirhöfn hefði mátt leiða í ljós þá augljósu staðreynd að Santewines SAS hefur bæði íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Félagið gefur út reikninga með 11% virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hefur gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Hin íslenska kennitala og virðisaukaskattsnúmer voru skráð hjá Skattinum í apríl sl. en félagið hóf starfsemi í maí,“ segir í bréfinu til ÁTVR sem Arnar birtir fjölmiðlum. Hann bætir við að ekki hafi orðið nein vanskil og öll aðflutningsgjöld vegna innflutnings á áfengi hafi verið greidd. Raunar sé gjalddagi vegna virðisaukaskatts í maí og júní, fyrstu rekstrarmánaða verslunarinnar, ekki fyrr en 5. ágúst. „Allar ásakanir um skattsvik og undanskot eru rógburður,“ segir í bréfi Arnars. Vill að kærurnar séu dregnar til baka Með bréfinu krefst Arnar þess að áðurnefndar kærur verði dregnar til baka án tafar og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu og vefborðum í eina viku á visir.is og mbl.is. Er farið fram á að í afsökunarbeiðninni komi fram að kærurnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsökunar á því að hafa haft frammi rangar sakargiftir gagnvart Arnari og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS. Veittur er frestur til að verða við kröfunni til klukkan 15 á miðvikudag.
Lögreglumál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45
Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17