Tökum vel á móti fólki Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 16. júlí 2021 12:45 Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Nauðsynlegt er að opnar séu ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi og auðvelda þarf ríkisborgurum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til leiks og starfa. Samhliða þarf að berjast gegn mismunun og misnotkun á vinnumarkaði af fullri hörku, því allt fólk sem starfar á Íslandi á að sjálfsögðu að njóta fullra réttinda. Málefni og aðstæður flóttafólks eru meðal stærstu viðfangsefna sem heimsbyggðin verður að takast á við. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Stríðsátök og ófriður hrekja marga að heiman og sífellt stækkandi hópur tekur sig upp því loftslagsbreytingar hafa gert það að verkum að fólk kemst ekki lengur af heima hjá sér. Þessi alvarlega staða á ekki og má ekki vera einkavandamál flóttafólks og einstakra landa, sem vegna legu sinnar á landakortinu fá til sín fjölda fólks. Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að með því að bjóða hingað fólki og aðstoða það við að setjast að og verða þátttakendur í íslensku samfélagi getum við sem samfélag gert frábæra hluti. Við eigum að halda því áfram og taka á móti enn fleiri kvótaflóttamönnum. Þar er mikilvægt að horfa sértaklega til fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Jafnframt þarf að standa vörð um upphaflegan tilgang Dyflinarsamstarfsins, um að aðildarríki deili ábyrgð vegna komu fólks á flótta til Evrópu. Skilvirkni kerfisins má aldrei vera á kostnað mannúðar- og réttlætissjónarmiða. Við í Vinstri grænum viljum efla samstarf ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fólk flótta og aðra innflytjendur. Þá þarf að skipta Útlendingastofnun upp og skilja á milli stjórnsýslu umsókna annars vegar og þjónustu við fólk á flótta hins vegar. Réttlátt og öflugt samfélag nýtur hæfileika og þekkingar allra óháð uppruna. Fordómar sem byggja á trúarbrögðum eða uppruna eiga ekki að vera liðnir, né heldur framkoma sem felur í sér hatur og tortryggni gagnvart innflytjendum. Höldum áfram að vinna að þannig samfélagi og tökum vel á móti fólki sem hingað kemur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingi Hælisleitendur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Nauðsynlegt er að opnar séu ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi og auðvelda þarf ríkisborgurum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til leiks og starfa. Samhliða þarf að berjast gegn mismunun og misnotkun á vinnumarkaði af fullri hörku, því allt fólk sem starfar á Íslandi á að sjálfsögðu að njóta fullra réttinda. Málefni og aðstæður flóttafólks eru meðal stærstu viðfangsefna sem heimsbyggðin verður að takast á við. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Stríðsátök og ófriður hrekja marga að heiman og sífellt stækkandi hópur tekur sig upp því loftslagsbreytingar hafa gert það að verkum að fólk kemst ekki lengur af heima hjá sér. Þessi alvarlega staða á ekki og má ekki vera einkavandamál flóttafólks og einstakra landa, sem vegna legu sinnar á landakortinu fá til sín fjölda fólks. Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að með því að bjóða hingað fólki og aðstoða það við að setjast að og verða þátttakendur í íslensku samfélagi getum við sem samfélag gert frábæra hluti. Við eigum að halda því áfram og taka á móti enn fleiri kvótaflóttamönnum. Þar er mikilvægt að horfa sértaklega til fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Jafnframt þarf að standa vörð um upphaflegan tilgang Dyflinarsamstarfsins, um að aðildarríki deili ábyrgð vegna komu fólks á flótta til Evrópu. Skilvirkni kerfisins má aldrei vera á kostnað mannúðar- og réttlætissjónarmiða. Við í Vinstri grænum viljum efla samstarf ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fólk flótta og aðra innflytjendur. Þá þarf að skipta Útlendingastofnun upp og skilja á milli stjórnsýslu umsókna annars vegar og þjónustu við fólk á flótta hins vegar. Réttlátt og öflugt samfélag nýtur hæfileika og þekkingar allra óháð uppruna. Fordómar sem byggja á trúarbrögðum eða uppruna eiga ekki að vera liðnir, né heldur framkoma sem felur í sér hatur og tortryggni gagnvart innflytjendum. Höldum áfram að vinna að þannig samfélagi og tökum vel á móti fólki sem hingað kemur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun