Yfir 130 milljónir í húfi fyrir íslenskan fótbolta í kvöld og Valur fær 120 Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 11:31 Blikar eru í bestri stöðu íslensku liðanna þriggja sem spila í kvöld, eftir 3-2 útisigur. Útivallarmörk telja þó ekki meira en mörk skoruð á heimavelli, eftir reglubreytingu UEFA í sumar. vísir/Hulda Margrét FH, Breiðablik og Stjarnan eiga öll möguleika á að komast áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag. Fyrir hvert félag er 300.000 evru vinningsfé, eða tæpar 44 milljónir króna, í húfi eða samtals rúmar 130 milljónir. Íslandsmeistarar Vals hafa svo þegar tryggt sér 120 milljónir króna vegna Evrópuleikja í sumar. FH og Stjarnan leika á Írlandi í dag þar sem FH er með 1-0 forskot gegn Sligo Rovers en staðan er jöfn hjá Stjörnunni og Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg á Kópavogsvelli klukkan 19, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-2. Fjórða íslenska liðið í Sambandsdeildinni er svo Valur, sem kominn er í 2. umferð. Þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu féllu þeir nefnilega niður í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem þeir mæta Bodö/Glimt frá Noregi. Meistarar Vals hafa þegar tryggt sér 810.000 evrur, jafnvirði tæplega 120 milljóna króna, vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppnum í ár, jafnvel þó að þeir tapi gegn Bodö/Glimt. Fá 37 milljónir króna ef þau falla úr leik í dag en ferðakostnaður dregst frá Hafa ber hins vegar í huga að ferðalögin í leiki kosta sitt fyrir íslensk félög, sérstaklega vegna kröfu UEFA um leiguflug vegna kórónuveirufaraldursins. Valur þurfti að ferðast alla leið til Króatíu en deildi reyndar kostnaði með Breiðabliki sem fór til Lúxemborgar, og FH og Stjarnan deila einnig flugvél til Írlands. Valsmenn mættu króatísku meisturunum í Dinamo Zagreb, í undankeppni Meistaradeildarinnar, en féllu úr keppni eftir flotta frammistöðu. Þeir spila því í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.vísir/bára Ef Breiðablik, FH eða Stjarnan fellur úr leik í dag fær viðkomandi lið samtals 250.000 evrur, jafnvirði tæplega 37 milljóna króna, fyrir þátttöku sína í Evrópukeppni í ár. Komist lið í 2. umferð fær það að lágmarki 550.000 evrur, rúmar 80 milljónir króna, samanlagt fyrir þátttöku sína. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild UEFA í dag: 17.00 Sligo Rovers - FH (0-1) 18.45 Bohemians - Stjarnan (1-1) 19.00 Breiðablik - Racing (3-2) Leikir í 2. umferð: Valur - Bodö Glimt (Nor.) FH/Sligo Rovers - Rosenborg (Nor.) Bohemians/Stjarnan - Dudelange (Lúx.) Breiðablik/Racing - Austria Vín (Aus.) Það fást nefnilega 100.000 evrur fyrir að spila á hverju af fjórum stigum undankeppninnar, og svo sífellt hærri „kveðjuupphæð“ eftir því hvenær liðin falla úr leik. Falli lið úr keppni í 1. umferð fá þau 150.000 evrur að kveðju, 350.000 að kveðju í 2. umferð, 550.000 að kveðju í 3. umferð og 750.000 evrur að kveðju falli þau úr leik í umspili. Lið sem fellur úr leik í umspili fær því samtals 1.150.000 evrur (168 milljónir króna) fyrir að hafa spilað á fjórum stigum og fallið úr leik. Mun hærri upphæðir eru svo í boði fyrir liðin sem spila í sjálfri riðlakeppninni. Stórlið á borð við Tottenham og Roma bíða Sambandsdeildin er ný keppni og sú þriðja og neðsta í styrkleikaröðun UEFA. Meistaradeildin er sterkust og Evrópudeildin, þar sem liðum hefur verið fækkað til muna, er mitt á milli. Á meðal liða sem leika í Sambandsdeildinni eru Tottenham og Roma en þau mæta ekki til leiks fyrr en í 4. og síðustu umferð undankeppninnar, hinu svokallaða umspili um sæti í riðlakeppninni sem fram fer í haust. Freista þess að vinna aftur Evrópusæti fyrir íslenskan fótbolta Íslensku liðin eru því langt frá því að komast í riðlakeppnina en eins og fyrr segir er mikið í húfi fyrir hvert skref sem þau stíga í undankeppninni hvað verðlaunafé varðar. Við það bætist svo að hver sigur og hvert jafntefli telur fyrir Ísland sem þarf að komast upp styrkleikalista UEFA til að fá aftur fjögur sæti í Evrópukeppnum, en aðeins þrjú sæti eru í boði fyrir íslensk lið í Evrópukeppnum næsta árs. Sambandsdeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Sjá meira
FH og Stjarnan leika á Írlandi í dag þar sem FH er með 1-0 forskot gegn Sligo Rovers en staðan er jöfn hjá Stjörnunni og Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg á Kópavogsvelli klukkan 19, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-2. Fjórða íslenska liðið í Sambandsdeildinni er svo Valur, sem kominn er í 2. umferð. Þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu féllu þeir nefnilega niður í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem þeir mæta Bodö/Glimt frá Noregi. Meistarar Vals hafa þegar tryggt sér 810.000 evrur, jafnvirði tæplega 120 milljóna króna, vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppnum í ár, jafnvel þó að þeir tapi gegn Bodö/Glimt. Fá 37 milljónir króna ef þau falla úr leik í dag en ferðakostnaður dregst frá Hafa ber hins vegar í huga að ferðalögin í leiki kosta sitt fyrir íslensk félög, sérstaklega vegna kröfu UEFA um leiguflug vegna kórónuveirufaraldursins. Valur þurfti að ferðast alla leið til Króatíu en deildi reyndar kostnaði með Breiðabliki sem fór til Lúxemborgar, og FH og Stjarnan deila einnig flugvél til Írlands. Valsmenn mættu króatísku meisturunum í Dinamo Zagreb, í undankeppni Meistaradeildarinnar, en féllu úr keppni eftir flotta frammistöðu. Þeir spila því í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.vísir/bára Ef Breiðablik, FH eða Stjarnan fellur úr leik í dag fær viðkomandi lið samtals 250.000 evrur, jafnvirði tæplega 37 milljóna króna, fyrir þátttöku sína í Evrópukeppni í ár. Komist lið í 2. umferð fær það að lágmarki 550.000 evrur, rúmar 80 milljónir króna, samanlagt fyrir þátttöku sína. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild UEFA í dag: 17.00 Sligo Rovers - FH (0-1) 18.45 Bohemians - Stjarnan (1-1) 19.00 Breiðablik - Racing (3-2) Leikir í 2. umferð: Valur - Bodö Glimt (Nor.) FH/Sligo Rovers - Rosenborg (Nor.) Bohemians/Stjarnan - Dudelange (Lúx.) Breiðablik/Racing - Austria Vín (Aus.) Það fást nefnilega 100.000 evrur fyrir að spila á hverju af fjórum stigum undankeppninnar, og svo sífellt hærri „kveðjuupphæð“ eftir því hvenær liðin falla úr leik. Falli lið úr keppni í 1. umferð fá þau 150.000 evrur að kveðju, 350.000 að kveðju í 2. umferð, 550.000 að kveðju í 3. umferð og 750.000 evrur að kveðju falli þau úr leik í umspili. Lið sem fellur úr leik í umspili fær því samtals 1.150.000 evrur (168 milljónir króna) fyrir að hafa spilað á fjórum stigum og fallið úr leik. Mun hærri upphæðir eru svo í boði fyrir liðin sem spila í sjálfri riðlakeppninni. Stórlið á borð við Tottenham og Roma bíða Sambandsdeildin er ný keppni og sú þriðja og neðsta í styrkleikaröðun UEFA. Meistaradeildin er sterkust og Evrópudeildin, þar sem liðum hefur verið fækkað til muna, er mitt á milli. Á meðal liða sem leika í Sambandsdeildinni eru Tottenham og Roma en þau mæta ekki til leiks fyrr en í 4. og síðustu umferð undankeppninnar, hinu svokallaða umspili um sæti í riðlakeppninni sem fram fer í haust. Freista þess að vinna aftur Evrópusæti fyrir íslenskan fótbolta Íslensku liðin eru því langt frá því að komast í riðlakeppnina en eins og fyrr segir er mikið í húfi fyrir hvert skref sem þau stíga í undankeppninni hvað verðlaunafé varðar. Við það bætist svo að hver sigur og hvert jafntefli telur fyrir Ísland sem þarf að komast upp styrkleikalista UEFA til að fá aftur fjögur sæti í Evrópukeppnum, en aðeins þrjú sæti eru í boði fyrir íslensk lið í Evrópukeppnum næsta árs.
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild UEFA í dag: 17.00 Sligo Rovers - FH (0-1) 18.45 Bohemians - Stjarnan (1-1) 19.00 Breiðablik - Racing (3-2) Leikir í 2. umferð: Valur - Bodö Glimt (Nor.) FH/Sligo Rovers - Rosenborg (Nor.) Bohemians/Stjarnan - Dudelange (Lúx.) Breiðablik/Racing - Austria Vín (Aus.)
Sambandsdeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Sjá meira