Naomi Osaka Barbie dúkka seldist upp á augabragði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 15:01 Naomi Osaka Barbie dúkkan í öllu sínu veldi. mattel Barbie dúkka byggð á tennisstjörnunni Naomi Osaka seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu. Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði. Tennis Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira
Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði.
Tennis Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira