„Sindri, fokking skammastu þín“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 12:01 Ósvald Jarl Traustason lenti í hörkutæklingu frá Sindra Snæ Magnússyni í Breiðholti í gærkvöld. Sindri fékk gult spjald fyrir brotið. Stöð 2 Sport „Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla. „Þetta er gjörsamlega út úr kortinu! Sindri, fokking skammastu þín,“ var meðal þess sem mátti heyra frá varamannabekk Leiknismanna eftir brot Sindra á Ósvaldi Jarli Traustasyni. Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið en Leiknismenn unnu leikinn 2-0. Sérfræðingarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu brot Sindra og voru ekki á því að brotið verðskuldaði rautt spjald. Sindri fékk gult spjald. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rautt spjald á loft í Breiðholti „Það er mikil ákefð í tæklingunni. Sindri kemur inn af miklum krafti, áður en hann nálgast Ósvald, en það er ekkert að þessari tæklingu. Ég sé ekki betur en að hann fari bara í boltann. Hann fer „í gegn“, en allt tal um rautt spjald er argasta þvæla,“ sagði Atli Viðar. Sindri var augljóslega pirraður í aðdraganda brotsins, eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður þegar Ísak Snær Þorvaldsson fékk högg í andlitið. Sindri virtist telja að Leiknismenn ættu að senda boltann á Skagamenn þegar leikurinn fór aftur í gang. Máni: Heppinn að hafa ekki slasað hann „Ég veit það ekki. Sindri er pirraður og er að fara þarna til þess að brjóta. Hann er augljóslega pirraður. Ég ætla ekki að fara að segja að þetta sé rautt spjald, hann tekur boltann, en hugarástand Sindra er ekki upp á tíu þarna og hann má teljast heppinn að hafa ekki farið verr í hann og slasað hann. Sindri gerir vanalega ekki svona heimskulega hluti í fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Af hverju segir þú að þetta sé heimskulegt?“ spurði Atli Viðar. „Hann veður alveg í hann, á fullri ferð. Ef hann hefði misst aðeins marks og ekki hitt boltann þá hefði hann stórslasað manninn,“ sagði Máni. Atvikið og umræðurnar í Stúkunni má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27 „Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Þetta er gjörsamlega út úr kortinu! Sindri, fokking skammastu þín,“ var meðal þess sem mátti heyra frá varamannabekk Leiknismanna eftir brot Sindra á Ósvaldi Jarli Traustasyni. Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið en Leiknismenn unnu leikinn 2-0. Sérfræðingarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu brot Sindra og voru ekki á því að brotið verðskuldaði rautt spjald. Sindri fékk gult spjald. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rautt spjald á loft í Breiðholti „Það er mikil ákefð í tæklingunni. Sindri kemur inn af miklum krafti, áður en hann nálgast Ósvald, en það er ekkert að þessari tæklingu. Ég sé ekki betur en að hann fari bara í boltann. Hann fer „í gegn“, en allt tal um rautt spjald er argasta þvæla,“ sagði Atli Viðar. Sindri var augljóslega pirraður í aðdraganda brotsins, eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður þegar Ísak Snær Þorvaldsson fékk högg í andlitið. Sindri virtist telja að Leiknismenn ættu að senda boltann á Skagamenn þegar leikurinn fór aftur í gang. Máni: Heppinn að hafa ekki slasað hann „Ég veit það ekki. Sindri er pirraður og er að fara þarna til þess að brjóta. Hann er augljóslega pirraður. Ég ætla ekki að fara að segja að þetta sé rautt spjald, hann tekur boltann, en hugarástand Sindra er ekki upp á tíu þarna og hann má teljast heppinn að hafa ekki farið verr í hann og slasað hann. Sindri gerir vanalega ekki svona heimskulega hluti í fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Af hverju segir þú að þetta sé heimskulegt?“ spurði Atli Viðar. „Hann veður alveg í hann, á fullri ferð. Ef hann hefði misst aðeins marks og ekki hitt boltann þá hefði hann stórslasað manninn,“ sagði Máni. Atvikið og umræðurnar í Stúkunni má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27 „Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27
„Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59