Magnús hefur starfað sem tónlistarmaður um árabil og verið eftirsóttur trúbador auk þess sem hann hefur spilað með hljómsveit sinni, Stuðlabandinu, víða um landið við ýmis tilefni. Stuðlabandið hefur meðal annars troðið upp á Þjóðhátíð síðan árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd.
Tilkynnt var fyrr í þessum mánuði að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, muni ekki halda utan um Brekkusönginn í ár en hann hefur séð um hann um árabil. Þá stóð til að Ingó myndi líka troða upp á stóra sviðinu og flytja Þjóðhátíðarlag síðasta árs á laugardagskvöldinu en ekkert verður úr því heldur.