„Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. júlí 2021 14:08 Eva og Bjarni eiga tvo syni sem urðu vitni að því þegar sonur Evu réðst á Bjarna, stjúpföður sinn. vísir/vilhelm „Þetta er algjör harmleikur og ég vil koma því áleiðis til fólks að þetta getur gerst alls staðar. Fíknin er skelfileg og hún breytir fólki,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hún og maður hennar, Bjarni Ákason, segjast hafa lent í vægast sagt óskemmtilegu atviki í gær þegar sonur Evu hafi gengið í skrokk á stjúpföður sínum, Bjarna, fyrir utan heimili þeirra. Fjölskyldan hefur gengið í gegn um mikið síðasta árið en síðasta sumar svipti Gísli Rúnar Jónsson, stjúpfaðir Evu Daggar, sig lífi. Hún segir að andlátið hafi reynst syni hennar erfitt og að hann hafi fallið í neyslu nokkrum mánuðum síðar eftir fimm ára edrúmennsku. Vildu pening frá Bjarna Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, rekur samskiptin sem hann átti við stjúpson sinn í gær í samtali við Vísi: „Hann byrjaði að hringja í mig þarna upp úr hádegi í gær með einhverjum félaga sínum,“ segir Bjarni. Stjúpsonurinn hafi hringt og farið að bulla upp sögur um að Bjarni skuldaði sér pening. „Þetta snerist allt um að sækja af mér einhvern pening með einhverju bulli. Ég bara skellti á hann, nenni ekki að hlusta á svona vitleysu,“ segir Bjarni. „Þá fer hann að hringja í móður sína og þetta stigmagnast með deginum; hann hringir og hringir og fer að senda mér skilaboð með hótunum.“ Verst að börnin hafi þurft að horfa upp á þetta Í eftirmiðdaginn hafi þeir félagar síðan mættir heim til Evu og Bjarna. Bjarni var þar fyrir utan húsið með börnum sínum og Evu. „Og þeir bara ganga í skrokk á mér. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona. Það sem mann svíður mest er að börn hafi þurft að horfa upp á þetta,“ segir Bjarni. Svona leit Bjarni út eftir líkamsárásina í gær.facebook/Bjarni ákason Hjónin hafa kært líkamsárásina til lögreglu og segja að mennirnir hafi verið handteknir í gær. Þeim verði þó sleppt úr haldi í dag. „Maður kærir og kærir en svo er þessum mönnum bara hleypt aftur í umferð. Þeir þurfa auðvitað næsta skammt og maður veit ekki hvað þeir gera þá. Dagurinn hjá þeim í þessari neyslu kostar einhvern 150 þúsund kall og þeir leita bara leiði til að fjármagna hann. Þetta í gær var ein leiðin,“ segir Bjarni. Hjónin hafa margsinnis áður kært son Evu fyrir þjófnað á heimili þeirra. Í gær gengu þau svo skrefinu lengra og fékk Eva nálgunarbann á son sinn. „Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn,“ segir Eva við Vísi. „En hann er bara ekki sonur minn núna. Ekki á meðan hann er í þessari neyslu. Þá þekkir maður ekki manninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fjölskyldan hefur gengið í gegn um mikið síðasta árið en síðasta sumar svipti Gísli Rúnar Jónsson, stjúpfaðir Evu Daggar, sig lífi. Hún segir að andlátið hafi reynst syni hennar erfitt og að hann hafi fallið í neyslu nokkrum mánuðum síðar eftir fimm ára edrúmennsku. Vildu pening frá Bjarna Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, rekur samskiptin sem hann átti við stjúpson sinn í gær í samtali við Vísi: „Hann byrjaði að hringja í mig þarna upp úr hádegi í gær með einhverjum félaga sínum,“ segir Bjarni. Stjúpsonurinn hafi hringt og farið að bulla upp sögur um að Bjarni skuldaði sér pening. „Þetta snerist allt um að sækja af mér einhvern pening með einhverju bulli. Ég bara skellti á hann, nenni ekki að hlusta á svona vitleysu,“ segir Bjarni. „Þá fer hann að hringja í móður sína og þetta stigmagnast með deginum; hann hringir og hringir og fer að senda mér skilaboð með hótunum.“ Verst að börnin hafi þurft að horfa upp á þetta Í eftirmiðdaginn hafi þeir félagar síðan mættir heim til Evu og Bjarna. Bjarni var þar fyrir utan húsið með börnum sínum og Evu. „Og þeir bara ganga í skrokk á mér. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona. Það sem mann svíður mest er að börn hafi þurft að horfa upp á þetta,“ segir Bjarni. Svona leit Bjarni út eftir líkamsárásina í gær.facebook/Bjarni ákason Hjónin hafa kært líkamsárásina til lögreglu og segja að mennirnir hafi verið handteknir í gær. Þeim verði þó sleppt úr haldi í dag. „Maður kærir og kærir en svo er þessum mönnum bara hleypt aftur í umferð. Þeir þurfa auðvitað næsta skammt og maður veit ekki hvað þeir gera þá. Dagurinn hjá þeim í þessari neyslu kostar einhvern 150 þúsund kall og þeir leita bara leiði til að fjármagna hann. Þetta í gær var ein leiðin,“ segir Bjarni. Hjónin hafa margsinnis áður kært son Evu fyrir þjófnað á heimili þeirra. Í gær gengu þau svo skrefinu lengra og fékk Eva nálgunarbann á son sinn. „Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn,“ segir Eva við Vísi. „En hann er bara ekki sonur minn núna. Ekki á meðan hann er í þessari neyslu. Þá þekkir maður ekki manninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00
Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48