„Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. júlí 2021 14:08 Eva og Bjarni eiga tvo syni sem urðu vitni að því þegar sonur Evu réðst á Bjarna, stjúpföður sinn. vísir/vilhelm „Þetta er algjör harmleikur og ég vil koma því áleiðis til fólks að þetta getur gerst alls staðar. Fíknin er skelfileg og hún breytir fólki,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hún og maður hennar, Bjarni Ákason, segjast hafa lent í vægast sagt óskemmtilegu atviki í gær þegar sonur Evu hafi gengið í skrokk á stjúpföður sínum, Bjarna, fyrir utan heimili þeirra. Fjölskyldan hefur gengið í gegn um mikið síðasta árið en síðasta sumar svipti Gísli Rúnar Jónsson, stjúpfaðir Evu Daggar, sig lífi. Hún segir að andlátið hafi reynst syni hennar erfitt og að hann hafi fallið í neyslu nokkrum mánuðum síðar eftir fimm ára edrúmennsku. Vildu pening frá Bjarna Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, rekur samskiptin sem hann átti við stjúpson sinn í gær í samtali við Vísi: „Hann byrjaði að hringja í mig þarna upp úr hádegi í gær með einhverjum félaga sínum,“ segir Bjarni. Stjúpsonurinn hafi hringt og farið að bulla upp sögur um að Bjarni skuldaði sér pening. „Þetta snerist allt um að sækja af mér einhvern pening með einhverju bulli. Ég bara skellti á hann, nenni ekki að hlusta á svona vitleysu,“ segir Bjarni. „Þá fer hann að hringja í móður sína og þetta stigmagnast með deginum; hann hringir og hringir og fer að senda mér skilaboð með hótunum.“ Verst að börnin hafi þurft að horfa upp á þetta Í eftirmiðdaginn hafi þeir félagar síðan mættir heim til Evu og Bjarna. Bjarni var þar fyrir utan húsið með börnum sínum og Evu. „Og þeir bara ganga í skrokk á mér. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona. Það sem mann svíður mest er að börn hafi þurft að horfa upp á þetta,“ segir Bjarni. Svona leit Bjarni út eftir líkamsárásina í gær.facebook/Bjarni ákason Hjónin hafa kært líkamsárásina til lögreglu og segja að mennirnir hafi verið handteknir í gær. Þeim verði þó sleppt úr haldi í dag. „Maður kærir og kærir en svo er þessum mönnum bara hleypt aftur í umferð. Þeir þurfa auðvitað næsta skammt og maður veit ekki hvað þeir gera þá. Dagurinn hjá þeim í þessari neyslu kostar einhvern 150 þúsund kall og þeir leita bara leiði til að fjármagna hann. Þetta í gær var ein leiðin,“ segir Bjarni. Hjónin hafa margsinnis áður kært son Evu fyrir þjófnað á heimili þeirra. Í gær gengu þau svo skrefinu lengra og fékk Eva nálgunarbann á son sinn. „Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn,“ segir Eva við Vísi. „En hann er bara ekki sonur minn núna. Ekki á meðan hann er í þessari neyslu. Þá þekkir maður ekki manninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Fjölskyldan hefur gengið í gegn um mikið síðasta árið en síðasta sumar svipti Gísli Rúnar Jónsson, stjúpfaðir Evu Daggar, sig lífi. Hún segir að andlátið hafi reynst syni hennar erfitt og að hann hafi fallið í neyslu nokkrum mánuðum síðar eftir fimm ára edrúmennsku. Vildu pening frá Bjarna Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, rekur samskiptin sem hann átti við stjúpson sinn í gær í samtali við Vísi: „Hann byrjaði að hringja í mig þarna upp úr hádegi í gær með einhverjum félaga sínum,“ segir Bjarni. Stjúpsonurinn hafi hringt og farið að bulla upp sögur um að Bjarni skuldaði sér pening. „Þetta snerist allt um að sækja af mér einhvern pening með einhverju bulli. Ég bara skellti á hann, nenni ekki að hlusta á svona vitleysu,“ segir Bjarni. „Þá fer hann að hringja í móður sína og þetta stigmagnast með deginum; hann hringir og hringir og fer að senda mér skilaboð með hótunum.“ Verst að börnin hafi þurft að horfa upp á þetta Í eftirmiðdaginn hafi þeir félagar síðan mættir heim til Evu og Bjarna. Bjarni var þar fyrir utan húsið með börnum sínum og Evu. „Og þeir bara ganga í skrokk á mér. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona. Það sem mann svíður mest er að börn hafi þurft að horfa upp á þetta,“ segir Bjarni. Svona leit Bjarni út eftir líkamsárásina í gær.facebook/Bjarni ákason Hjónin hafa kært líkamsárásina til lögreglu og segja að mennirnir hafi verið handteknir í gær. Þeim verði þó sleppt úr haldi í dag. „Maður kærir og kærir en svo er þessum mönnum bara hleypt aftur í umferð. Þeir þurfa auðvitað næsta skammt og maður veit ekki hvað þeir gera þá. Dagurinn hjá þeim í þessari neyslu kostar einhvern 150 þúsund kall og þeir leita bara leiði til að fjármagna hann. Þetta í gær var ein leiðin,“ segir Bjarni. Hjónin hafa margsinnis áður kært son Evu fyrir þjófnað á heimili þeirra. Í gær gengu þau svo skrefinu lengra og fékk Eva nálgunarbann á son sinn. „Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn,“ segir Eva við Vísi. „En hann er bara ekki sonur minn núna. Ekki á meðan hann er í þessari neyslu. Þá þekkir maður ekki manninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00
Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48