„Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. júlí 2021 14:08 Eva og Bjarni eiga tvo syni sem urðu vitni að því þegar sonur Evu réðst á Bjarna, stjúpföður sinn. vísir/vilhelm „Þetta er algjör harmleikur og ég vil koma því áleiðis til fólks að þetta getur gerst alls staðar. Fíknin er skelfileg og hún breytir fólki,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hún og maður hennar, Bjarni Ákason, segjast hafa lent í vægast sagt óskemmtilegu atviki í gær þegar sonur Evu hafi gengið í skrokk á stjúpföður sínum, Bjarna, fyrir utan heimili þeirra. Fjölskyldan hefur gengið í gegn um mikið síðasta árið en síðasta sumar svipti Gísli Rúnar Jónsson, stjúpfaðir Evu Daggar, sig lífi. Hún segir að andlátið hafi reynst syni hennar erfitt og að hann hafi fallið í neyslu nokkrum mánuðum síðar eftir fimm ára edrúmennsku. Vildu pening frá Bjarna Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, rekur samskiptin sem hann átti við stjúpson sinn í gær í samtali við Vísi: „Hann byrjaði að hringja í mig þarna upp úr hádegi í gær með einhverjum félaga sínum,“ segir Bjarni. Stjúpsonurinn hafi hringt og farið að bulla upp sögur um að Bjarni skuldaði sér pening. „Þetta snerist allt um að sækja af mér einhvern pening með einhverju bulli. Ég bara skellti á hann, nenni ekki að hlusta á svona vitleysu,“ segir Bjarni. „Þá fer hann að hringja í móður sína og þetta stigmagnast með deginum; hann hringir og hringir og fer að senda mér skilaboð með hótunum.“ Verst að börnin hafi þurft að horfa upp á þetta Í eftirmiðdaginn hafi þeir félagar síðan mættir heim til Evu og Bjarna. Bjarni var þar fyrir utan húsið með börnum sínum og Evu. „Og þeir bara ganga í skrokk á mér. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona. Það sem mann svíður mest er að börn hafi þurft að horfa upp á þetta,“ segir Bjarni. Svona leit Bjarni út eftir líkamsárásina í gær.facebook/Bjarni ákason Hjónin hafa kært líkamsárásina til lögreglu og segja að mennirnir hafi verið handteknir í gær. Þeim verði þó sleppt úr haldi í dag. „Maður kærir og kærir en svo er þessum mönnum bara hleypt aftur í umferð. Þeir þurfa auðvitað næsta skammt og maður veit ekki hvað þeir gera þá. Dagurinn hjá þeim í þessari neyslu kostar einhvern 150 þúsund kall og þeir leita bara leiði til að fjármagna hann. Þetta í gær var ein leiðin,“ segir Bjarni. Hjónin hafa margsinnis áður kært son Evu fyrir þjófnað á heimili þeirra. Í gær gengu þau svo skrefinu lengra og fékk Eva nálgunarbann á son sinn. „Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn,“ segir Eva við Vísi. „En hann er bara ekki sonur minn núna. Ekki á meðan hann er í þessari neyslu. Þá þekkir maður ekki manninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Fjölskyldan hefur gengið í gegn um mikið síðasta árið en síðasta sumar svipti Gísli Rúnar Jónsson, stjúpfaðir Evu Daggar, sig lífi. Hún segir að andlátið hafi reynst syni hennar erfitt og að hann hafi fallið í neyslu nokkrum mánuðum síðar eftir fimm ára edrúmennsku. Vildu pening frá Bjarna Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, rekur samskiptin sem hann átti við stjúpson sinn í gær í samtali við Vísi: „Hann byrjaði að hringja í mig þarna upp úr hádegi í gær með einhverjum félaga sínum,“ segir Bjarni. Stjúpsonurinn hafi hringt og farið að bulla upp sögur um að Bjarni skuldaði sér pening. „Þetta snerist allt um að sækja af mér einhvern pening með einhverju bulli. Ég bara skellti á hann, nenni ekki að hlusta á svona vitleysu,“ segir Bjarni. „Þá fer hann að hringja í móður sína og þetta stigmagnast með deginum; hann hringir og hringir og fer að senda mér skilaboð með hótunum.“ Verst að börnin hafi þurft að horfa upp á þetta Í eftirmiðdaginn hafi þeir félagar síðan mættir heim til Evu og Bjarna. Bjarni var þar fyrir utan húsið með börnum sínum og Evu. „Og þeir bara ganga í skrokk á mér. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona. Það sem mann svíður mest er að börn hafi þurft að horfa upp á þetta,“ segir Bjarni. Svona leit Bjarni út eftir líkamsárásina í gær.facebook/Bjarni ákason Hjónin hafa kært líkamsárásina til lögreglu og segja að mennirnir hafi verið handteknir í gær. Þeim verði þó sleppt úr haldi í dag. „Maður kærir og kærir en svo er þessum mönnum bara hleypt aftur í umferð. Þeir þurfa auðvitað næsta skammt og maður veit ekki hvað þeir gera þá. Dagurinn hjá þeim í þessari neyslu kostar einhvern 150 þúsund kall og þeir leita bara leiði til að fjármagna hann. Þetta í gær var ein leiðin,“ segir Bjarni. Hjónin hafa margsinnis áður kært son Evu fyrir þjófnað á heimili þeirra. Í gær gengu þau svo skrefinu lengra og fékk Eva nálgunarbann á son sinn. „Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn,“ segir Eva við Vísi. „En hann er bara ekki sonur minn núna. Ekki á meðan hann er í þessari neyslu. Þá þekkir maður ekki manninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00
Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48