Innlent

Henti blóma­potti í lög­reglu­bíl og gisti fanga­klefa

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í nótt.
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í nótt. vísir/vilhelm

Maður var hand­tekinn í mið­bænum seint í nótt fyrir að henda blóma­pott í lög­reglu­bíl. Nokkrar líkams­á­rásir voru til­kynntar til lög­reglu í gærnótt víðs vegar um höfuð­borgar­svæðið.

Í dag­legri til­kynningu sem lög­regla sendir á fjöl­miðla segir frá því þegar ein­stak­lingur í annar­legu á­standi var hand­tekinn í mið­bænum. Hann hafði þá hent blóma­potti í lög­reglu­bíl og var tölu­vert tjón á bílnum eftir at­vikið. Maðurinn var vistaður í fanga­klefa í nótt.

Lög­regla hafði ýmsum verk­efnum að sinna í gær­kvöldi í mið­bænum. Eins og Vísir greindi frá var til­kynnt um hnífs­tungu á Hverfis­götu í gær um klukkan 17. Hvergi er þó minnst á hana í til­kynningu lög­reglunnar og ekki tókst að fá neinar upp­lýsingar um það mál í gær.

Í til­kynningunni er minnst á tvær líkams­á­rásir í mið­bænum, eina sem varð rétt eftir mið­nætti og aðra sem varð um klukkan hálf tvö í nótt.

Þá var til­kynnt um inn­brot í fyrir­tæki í Hlíðunum rétt eftir mið­nætti og um að ein­hver hefði brotið rúðu í fyrir­tæki í mið­bænum um hálf­tíma síðar.

Lög­reglu bárust til­kynningar um þrjár líkams­á­rásir til við­bótar annars staðar á höfuð­borgar­svæðinu; eina í Árbæ rétt eftir klukkan fimm í gær­kvöldi, aðra í Hafnar­firði um kvöld­matar­leytið og þá þriðju í Kópa­vogi eftir klukkan eitt í nótt.

Í til­kynningu lög­reglu segir ekkert um hvort þessi mál séu til rann­sóknar eða hvort ein­hver hafi verið hand­tekinn í tengslum við þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×