Íslandsmeistarinn fagnaði sigri og lék hring með Game of Thrones-stjörnu Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 23:01 Mynd/DiscGolf Blær Örn Ásgeirsson, Íslandsmeistari í frisbígolfi, eða folfi, vann í dag sigur á PCS Sula Open, sterku móti í Noregi. Á fyrsta hring mótsins var frægur heimamaður í ráshópi Blæs. Frisbígolfsamband Íslands vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni líkt og sjá má í meðfylgjandi færslu. Í spilahópi Blæs var enginn annar en norski stórleikarinn Kristofer Hivju sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Tormund Giantsbane í þáttunum Game of Thrones, en hefur einnig leikið í myndinni Fate of the Furious. Hivju er mikill folfmaður og tekur reglulega þátt í alþjóðlegum mótum þegar hann hefur tíma til. Hann hefur verið skráður leikmaður hjá sambandi atvinnufolfara, PDGA, síðan í fyrra og hefur tekið þátt í fjórum mótum á þeim tíma. Þrátt fyrir aðeins 18 ára aldur, hefur Blær unnið Íslandsmótið í folfi síðustu tvö ár og er efstur Íslendinga á styrkleikalista PDGA. Hann gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á mótinu í Noregi um helgina þar sem hann lauk keppni á 20 undir pari eftir hringina fjóra, sjö á undan næsta manni, Peter Lunde sem á 13 undir parinu. Ekki gekk eins vel hjá Hivju, sem lauk keppni á 96 höggum yfir pari, í 108. sæti af 116 keppendum. Vert er að taka fram að aðeins átta keppendur af 116 voru undir pari vallar. View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn) Frisbígolf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira
Frisbígolfsamband Íslands vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni líkt og sjá má í meðfylgjandi færslu. Í spilahópi Blæs var enginn annar en norski stórleikarinn Kristofer Hivju sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Tormund Giantsbane í þáttunum Game of Thrones, en hefur einnig leikið í myndinni Fate of the Furious. Hivju er mikill folfmaður og tekur reglulega þátt í alþjóðlegum mótum þegar hann hefur tíma til. Hann hefur verið skráður leikmaður hjá sambandi atvinnufolfara, PDGA, síðan í fyrra og hefur tekið þátt í fjórum mótum á þeim tíma. Þrátt fyrir aðeins 18 ára aldur, hefur Blær unnið Íslandsmótið í folfi síðustu tvö ár og er efstur Íslendinga á styrkleikalista PDGA. Hann gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á mótinu í Noregi um helgina þar sem hann lauk keppni á 20 undir pari eftir hringina fjóra, sjö á undan næsta manni, Peter Lunde sem á 13 undir parinu. Ekki gekk eins vel hjá Hivju, sem lauk keppni á 96 höggum yfir pari, í 108. sæti af 116 keppendum. Vert er að taka fram að aðeins átta keppendur af 116 voru undir pari vallar. View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn)
Frisbígolf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira