Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Óttar Kolbeinsson Proppé og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. júlí 2021 15:25 Frá vinstri: Fjölnir Geir Bragason, Árni H. Kristjánsson og Tómas V. Albertsson. vísir/arnar Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur. Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur.
Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira