Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að um mannabein sé að ræða en að ljóst sé að beinin séu „mjög gömul“.
Oddur segir að beinin og munirnir sem fundust verði nú send tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar.
Hann segist ekki geta tjáð sig meira um málið að svo stöddu, né heldur hvers kyns munir fundust á staðnum.
Ábending um fundinn barst lögreglu um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.