Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 06:31 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan afgreiðslu Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af atvikinu. Lögreglan er sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi. Refugees in Iceland Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis. Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis.
Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira