Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 10:09 Viktor Babariko mældist með mestan stuðning mótframbjóðenda Lúkasjenka áður en hann var handtekinn tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Vísir/EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. Babariko var talinn líklegasti keppinautur Alexanders Lúkasjenka forseta þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum í ágúst. Hann er fyrrverandi bankastjóri rússneska bankans Belgazprombank. Hvítrússnesk yfirvöld handtóku hann í júní í fyrra og varð það kveikjan að mótmælum þúsunda stuðningsmanna hans á götum úti, að sögn AP-fréttastofunnar. Babariko hefur dúsað í fangelsi frá því að hann var handtekinn. Hæstiréttur landsins sakfelldi hann í dag fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Lúkasjenka, sem hefur verið við völd frá 1994, lýsti yfir öruggum sigri í forsetakosningunum en stjórnarandstaðan neitaði að viðurkenna úrslitin. Hún telur að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað. Í kjölfar kosninganna brutust út fjölmennustu mótmæli í stjórnartíð Lúkasjenka sem stóðu yfir í fleiri vikur. Lét forsetinn berja mótmælin niður af mikilli hörku. Tugir þúsunda voru handteknir og þúsundir beitt ofbeldi. Konurnar þrjár sem leiddu stjórnarandstöðuna í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra, frá vinstri: Veronika Tsepkalo, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Kolesnikova. Tsepkalog og Tsikhanouskaja flúðu land en Kolesnikova var fangelsuð.Vísir/EPA Eftir að stjórn Lúkasjenka ruddi Babariko úr vegi tóku þrjár konur við forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni, þær Maria Kolesnikova, bandamaður hans, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Tsepkalo. Kolesnikova er nú í fangelsi, Tsepkalo flúði land og Tsikhanouskaja sömuleiðis. Sú síðastnefnda bauð sig fram gegn Lúkasjenka eftir að eiginmaður hennar var handtekinn. Tsikhanouskaja, sem heimsótti Íslands í boði íslenskra stjórnvalda í síðustu viku, sagði að refsing Babariko væri sturluð. „Stjórnin gerir allt til þess að drepa niður sérhverja hugsun sem ber minnstu líkindi við von og trú. En fyrir Viktor, og þúsundir saklauss fólks í fangelsi er það vonin í hjörtum okkar sem skiptir máli,“ sagði hún, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska sendiráðið í Minsk fordæmdi sakfellingu Babariko og kallaði réttarhöldin fals. Þau sýndu að stjórn Lúkasjenka léti ekkert stöðva sig í að hanga á völdum í landinu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Babariko var talinn líklegasti keppinautur Alexanders Lúkasjenka forseta þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum í ágúst. Hann er fyrrverandi bankastjóri rússneska bankans Belgazprombank. Hvítrússnesk yfirvöld handtóku hann í júní í fyrra og varð það kveikjan að mótmælum þúsunda stuðningsmanna hans á götum úti, að sögn AP-fréttastofunnar. Babariko hefur dúsað í fangelsi frá því að hann var handtekinn. Hæstiréttur landsins sakfelldi hann í dag fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Lúkasjenka, sem hefur verið við völd frá 1994, lýsti yfir öruggum sigri í forsetakosningunum en stjórnarandstaðan neitaði að viðurkenna úrslitin. Hún telur að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað. Í kjölfar kosninganna brutust út fjölmennustu mótmæli í stjórnartíð Lúkasjenka sem stóðu yfir í fleiri vikur. Lét forsetinn berja mótmælin niður af mikilli hörku. Tugir þúsunda voru handteknir og þúsundir beitt ofbeldi. Konurnar þrjár sem leiddu stjórnarandstöðuna í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra, frá vinstri: Veronika Tsepkalo, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Kolesnikova. Tsepkalog og Tsikhanouskaja flúðu land en Kolesnikova var fangelsuð.Vísir/EPA Eftir að stjórn Lúkasjenka ruddi Babariko úr vegi tóku þrjár konur við forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni, þær Maria Kolesnikova, bandamaður hans, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Tsepkalo. Kolesnikova er nú í fangelsi, Tsepkalo flúði land og Tsikhanouskaja sömuleiðis. Sú síðastnefnda bauð sig fram gegn Lúkasjenka eftir að eiginmaður hennar var handtekinn. Tsikhanouskaja, sem heimsótti Íslands í boði íslenskra stjórnvalda í síðustu viku, sagði að refsing Babariko væri sturluð. „Stjórnin gerir allt til þess að drepa niður sérhverja hugsun sem ber minnstu líkindi við von og trú. En fyrir Viktor, og þúsundir saklauss fólks í fangelsi er það vonin í hjörtum okkar sem skiptir máli,“ sagði hún, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska sendiráðið í Minsk fordæmdi sakfellingu Babariko og kallaði réttarhöldin fals. Þau sýndu að stjórn Lúkasjenka léti ekkert stöðva sig í að hanga á völdum í landinu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21